Hrunið : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Umfjöllun um uppgjör skulda

Vbl-22.07.10Íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um uppgjör mitt og félaga minna við lánardrottna. Þar virðist mesta athygli vekja hversu fjárhæðirnar eru háar og sú staðreynd að hér er um heildauppgjör að ræða og að allar eignir mínar eru undir í þessu uppgjöri. Fram kemur að uppgjörið nemi um 1200 milljörðum króna og að vonir standi til að hægt sé að ljúka því á um fimm árum.

Samið um uppgjör allra skulda

Í kvöld var send fréttatilkynning frá Novator og mér um að lokið sé samningum við innlenda og erlenda lánardrottna um uppgjör allra skulda Novators og mín. Vonir standa til að skuldirnar verði að mestu greiddar upp eftir fimm til sex ár sem þýðir í raun að ég verð að vinna fyrir lánadrottna á meðan. Það er mikill léttir fyrir mig að hafa lokið þessum samningum og markar þetta áfanga í uppbyggingunni eftir hrun fjármálakerfisins á Vesturlöndum haustið 2008..

Pólitísk áhætta að gefa Straumi færi á að lifa

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur, birti er í tímaritinu Þjóðmálum sem kemur út í dag grein sem segir að embættismenn hafi litið svo á að það væri pólitísk áhætta að veita Straumi fyrirgreiðslu í mars 2009 þar sem hægt væri að túlka það sem einhverskonar stuðning við mig. Þá kemur fram í greininni að nær vonlaust er að fá upplýsingar eða gögn frá hinu opinbera um málefnalegar ástæður fyrir því af hverju ósk Straums um lánafyrirgreiðlsu var hafnað og hvers vegna FME tók bankann óvænt yfir í stað þess að hann færi í greiðslustöðvun eins og stjórnendur og eigendru bankans vildu og voru að undirbúa. Voandi fást þessi mál upplýst fyrr en síðar því að hagsmunir 20 þúsund hluthafa í Straumi voru í húfi.  

Ekki ástæða til að rifta viðskiptum við Straum

Fjölmiðlar birtu í dag bæði hér og hér fréttir af því að á kröfuhafafundi Straums Burðaráss í gær hafi niðurstöður rannsóknar PricewaterhouseCoopers á viðskiptum bankans verið kynntar og hvort ástæða sé til að rifta einhverjum þeirra gjörninga. Þar kom fram að rétt sé að rifta samningi við Íbúðalánsjóð en jafnframt að ekki sé ástæða að rifta neinum viðskiptum við mig eða fyrirtæki sem tengjast mér og jafnframt að ekki væri heldur tilefni til að rifta viðskiptum við föður minn, Björgólf Guðmundsson. Endurskoðunarfyrirtækið kemst einnig að þeirri niðurstöðu að heildarviðskipti tengd okkur feðgum hafi farið yfir áhættumörk. Á sínum tíma var það ekki álit stjórnenda og endurskoðenda bankans.