Hrunið : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Miklar lántökur, stórt bankakerfi, verðbólga og viðskiptahalli skiptu sköpum á Íslandi

Þórarinn G. Pétursson hefur í samvinnu við Þórarinn Tjörva Ólafsson sett saman áhugaverðan fyrirlestur um hið fjármálalega gjörningaveður 2007 – 2008. Þeir félagar sem báðir eru starfsmenn Seðlabanka Íslands reyna að svara spurningunni “Af hverju fauk Ísland um koll en önnur lönd sluppu betur?“  Svar þeirra er að miklar lántökur einkageirans, stórt bankakerfi, verðbólga og viðskiptahalli hafi skipt sköpum á Íslandi.

Rangar „fréttir“

Mig langar að þakka enn og aftur góð viðbrögð við þessum vef. Flestir hafa góðan skilning á tilgangi hans, þ.e. að skapa mér vettvang til að koma óbjöguðum upplýsingum á framfæri við almenning á Íslandi. En þeir eru líka ýmsir, sem hafa uppi stór orð um áróður og gefa í skyn að fjölmiðlum einum sé treystandi til að fjalla um mín mál og hafa jafnvel fyrir satt að almannarómur ljúgi aldrei. En er það svo? Hér er rétt að nefna nokkrar af þeim röngu „fréttum“, sem hafa verið mest áberandi frá hruninu og sem mikilvægast hefur verið að leiðrétta. Eftir þann lestur getur fólk svarað þeirri spurningu, hvort ég geti treyst á aðra  til að koma réttri mynd af mér og viðskiptum mínum til skila.

Uppgjör skulda að fjárhæð 1200 milljarðar króna

Endurteknar rangfærslur um krónuviðskipti

ISK-vidskipti-2007-2008

DV fjallar í dag um fyrrverandi starfsmann Novators í London, Heiðar Má Guðjónsson. Í greininni eru endurteknar þrálátar rangfærslur um gjaldeyrisviðskipti Novators þar sem látið er í veðri vaka að Novator hafi unnið gegn krónunni. Þetta er ekki rétt. Novator seldi íslenskar krónur þegar gengi hennar var hátt en keypti hins vegar krónur þegar fjaraði undan henni og því stóð Novator með krónunni þegar á reyndi, – öfugt við marga aðra.