Viðskipti á Íslandi : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Aldrei hluthafi í WOW

Í nýútkominni bók um ris og fall WOW flugfélagsins er ég ranglega kallaður hluthafi í félaginu. Hið rétta í málinu er, að fyrsta og eina aðkoma mína að WOW var að ég féllst á að kaupa skuldabréf fyrir 3 milljónir evra í september sl. Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen.

Stoltur af CCP

Tilkynnt var um kaup Pearl Abyss á öllu hlutafé í CCP fyrir helgina. Novator hefur verið stærsti eigandi leikjaframleiðandans frá 2005, eða í 13 ár. Allan þann tíma hefur hugmyndaauðgi og kraftur einkennt starf CCP, allt frá því að nokkrir tugir starfsmanna unnu að þróun fyrstu leikjanna og þar til nú, að þetta stórfyrirtæki sinnir hundruðum þúsunda viðskiptavina um allan heim. Ég er sannfærður um að CCP mun halda áfram á sömu braut í eigu suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss og er stoltur af því magnaða fyrirtæki, sem nú eignast nýja bakhjarla.

Leppar og lygafléttur

Ég má til með að tjá mig um skýrsluna um einkavæðingu
Búnaðarbankans, þar sem fram kemur að Hauck & Aufhäuser dæmið var allt ein
lygaflétta. Rétt eins og í Al-Thani málinu nokkrum árum síðar var hönnuð
lygaflétta til að blekkja stjórnvöld, markaðinn og almenning.

Nova sparaði tugi milljarða