Landsbankinn 02-08 : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Eignarhald félaga lá ljóst fyrir – Landsbankinn og FME deildu um túlkun reglna

Viðskiptablaðið greinir frá því í morgun að slitastjórn
Landsbankans rannsaki nú hvort áhættuskuldbindingar bankans hafi farið yfir
leyfileg mörk og eru viðskipti mín við bankann á árunum fram til 2007 nefnd
sérstaklega. Aðrir fjölmiðlar hafa síðan tekið málið upp eftir Viðskiptablaðinu.
Væntanlega tengist þessi fréttaflutningur eitthvað framgöngu lögmanns eins,
Ólafs Kristinssonar, sem er að safna saman fyrrum hluthöfum Landsbankans í
málsókn gegn Landsbankanum vegna rangra upplýsingagjafa. Kjarni þessa máls er að
FME og Landsbankinn voru að fullu upplýst um eignarhluta minn í bankanum  og í
félögum sem áttu í viðskiptum við hann en fram að yfirtöku fyrirtækja minna á
Actavis var ágreiningur um hvort ég hefði yfirráð yfir því félagi en þar fór ég
með undir 40% hlutafjár. Hafa skal í huga að þau lán sem hér um ræðir voru greidd
upp í Landsbankanum árið 2007.

Samkomulag eykur virði eigna Landsbankans

Samkomulag skilanefndar Landsbankans við Björgólf Thor Björgólfsson, Actavis og Landsbankann í Lúxemborg hefur aukið virði eignasafns bankans um 6%. Þetta kom fram í kynningu skilanefndar Landsbankan fyrir kröfuhafa bankans í morgun, mánudag. Á Vísir.is kemur fram að endurheimtur hefðu aukist um 64 milljarða króna og segir þar að samningar við Björgólf Thor skipti mestu. Þá segir á mbl.is að áætlað verðmæti eignasafns skilanefndar sé 1,177 milljarðar króna.

Rangar „fréttir“

Mig langar að þakka enn og aftur góð viðbrögð við þessum vef. Flestir hafa góðan skilning á tilgangi hans, þ.e. að skapa mér vettvang til að koma óbjöguðum upplýsingum á framfæri við almenning á Íslandi. En þeir eru líka ýmsir, sem hafa uppi stór orð um áróður og gefa í skyn að fjölmiðlum einum sé treystandi til að fjalla um mín mál og hafa jafnvel fyrir satt að almannarómur ljúgi aldrei. En er það svo? Hér er rétt að nefna nokkrar af þeim röngu „fréttum“, sem hafa verið mest áberandi frá hruninu og sem mikilvægast hefur verið að leiðrétta. Eftir þann lestur getur fólk svarað þeirri spurningu, hvort ég geti treyst á aðra  til að koma réttri mynd af mér og viðskiptum mínum til skila.

Rannsókn varð að eftirgrennslan

 

Fréttastofa Sjónvarps birti á laugardagskvöldi fyrir páska frétt um að Deutche Bank hefði skipað rannsóknarteymi til að skoða meintan „óheiðarleika og lögbrot“ hjá fyrrum stjórnendum og eigendum Landsbankans. Fréttin var óljós, heimildir mjög veikar og bar hún öll merki kjaftasögu sem hvorki er hægt að staðfesta né neita. Ég taldi rétt að gera alvarlegar athugasemdir við fréttastjóra RÚV, Óðin Jónsson, vegna fréttarinnar á fyrsta virka vinnudegi eftir páska. Í vinsamlegu svari sagði Óðinn að fréttastofan stæði efnislega við fréttina en þar talaði hann ekki um rannsókn heldur „eftirgrennslan“ hjá Deutche Bank.