Actavis : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Deutsche Bank er ekki hluthafi í Actavis

Vegna frétta um að Deutsche Bank hafi fengið heimild frá samkeppnisyfirvöldum ESB til yfirtöku á Actavis er rétt að ítreka að bankinn er ekki hluthafi í Actavis. Heimildin er formsatriði vegna ákvæða í samningum um fjárhagslega endurskipulagningu Actavis en efnisatriði þess samnings eru ekki opinber.  Það sem upplýst hefur verið og liggur fyrir er að ég er stærsti hluthafinn í félaginu og sit í stjórn þess.


 

Samið um uppgjör allra skulda

Í kvöld var send fréttatilkynning frá Novator og mér um að lokið sé samningum við innlenda og erlenda lánardrottna um uppgjör allra skulda Novators og mín. Vonir standa til að skuldirnar verði að mestu greiddar upp eftir fimm til sex ár sem þýðir í raun að ég verð að vinna fyrir lánadrottna á meðan. Það er mikill léttir fyrir mig að hafa lokið þessum samningum og markar þetta áfanga í uppbyggingunni eftir hrun fjármálakerfisins á Vesturlöndum haustið 2008..

Vill halda í framsækinn hugsunarhátt íslenskra starfsmanna

Dr. Claudio Albrecht, nýráðinn forstjóir Actavis, segir í athyglisverðu viðtali við Morgunblaðið í morgun að hann vilji halda í framsækinn hugsunarhátt íslenskra starfsmanna fyrirtækisins. Ég hef í þau tíu ár sem ég hef verið stjórnarformaður félagsins verið þeirrar skoðunar að starfsfólk fyrirtækisins á Íslandi væri félaginu gífurlegur styrkur og það gleður mig að sjá að nýr erlendur forstjóri sjái þetta sömu augum og að ég hafi ekki verið sleginn einhverri þjóðernisblindu. Viðtalið við Dr. Albrecht er annars gott og kemur fram í því skýr og afdráttarlaus sýn og afstaða forstjórans nýja til málefna félagsins.

Rætur Actavis liggja á Íslandi

Ég hef séð í fjölmiðlum að einhver misskilningur er á sveimi um heimilisfesti Actavis eftir að félagið greindi frá því í gær að það kanni hvort ekki sé heppilegra fyrir fyrirtækið að flytja höfuðstoðvar þess til meginlands Evrópu. Átta af 13 yfirmönnum fyrirtækisins búa nú utan Íslands.Hvað sem höfuðstöðvum Actavis líður þá er öruggt að Actavis verður áfram á Íslandi þar sem rætur þess liggja. Verið er að stækka verksmiðjuna í Hafnarfirði, rannsóknar og þróunarstarf og aðrir mikilvægir þættri verða áfram á Íslandi og fyrirtækið mun áfram veita yfir 500 manns störf á íslandi. Þá sé ég að einnig að einhverjir sem fylgjast grannt með mér snúa fyrri ummælum mínum gjörsamlega á haus og fá blaðamenn sem lítið þekkja til mála í lið við sig til að rægja mig.