Almennt : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Ábyrgð, gagnrýni og gagnsæi

Enginn þeirra 147, sem kom fyrir Rannsóknarnefnd
Alþingis, gekkst við ábyrgð sinni á hruni efnahagslífsins haustið 2008. Skýrsla
nefndarinnar var mikilvægt innlegg í nauðsynlegt uppgjör. Vissulega var hún
ekki gallalaus, en þar hefur Alþingi því miður ekki viljað hafa það sem sannara
reynist. Vonandi tekst þinginu betur til þegar það ræðst í löngu tímabæra
rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Ónákvæmni, rangfærslur og skallar

Í bókinni „Why Icelandi?“ fjallar höfundurinn, Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, talsvert um einkavæðingu bankanna sem hófst 1998 og lauk árið 2003. Af ástæðum sem ekki koma fram í bókinni er fjallað mun ítarlegar og oftar um einkavæðingu Landsbankans en Búnaðarbankans. Engu að síður gætir ónákvæmni hjá hagfræðingnum og víða eru skallar í frásögn hans en nákvæmlega er fjallað um söluna á Landsbankanum hér vefnum. Þá fer höfundur bókarinnar á nokkrum stöðum rangt með staðreyndir og er það ljóður á ráði höfundar að geta nær hvergi heimilda.

Órökstuddar tölulegar niðurstöður, ályktanir sem rekast á og óljósar staðhæfingar

Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að skuldir mínar hafi aukist um 97 milljarða evra frá janúarbyrjun 2007 til október 2008. Birt er tafla með tölulegu yfirliti um skuldir mínar án þess að skýringur séu gefnar á því hvernig þessar tölur eru fundnar. Þá er þessi framsetning á upplýsingum ekki í samræmi við það sem segir í kafla 8.7.4.3. hér að framan. Þar er heldur ekki gefnar skýringar á tilurð talna. Þá er sett fram illskiljanleg staðhæfing um  að meirihluti nýrra lána sé „ótryggður eða tryggður með núverandi tryggingum“. Annaðhvort eru lán tryggð eða ótryggð og skiptir þá engu hvort veð eru ný eða gömul. Svo er því haldið fram að Samson hafi keypt meirhlutann í Landsbankanum en eins og flestir vita gerðist það aldrei. Og þá vekur það athygli þegar skrifað er að hlutir séu óútskýrðir þegar staðreyndin er sú að rannsóknarnefndin leitaði ekki til mín eftir skýringum.

Röng mynd – villandi og rangar upplýsingar

Sú mynd sem dregin er af skuldum mínum við íslenska banka í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er röng. Ýmsar upplýsingar sem settar eru fram eru rangar og aðrar eru villandi. Helst reynir rannsóknarnefndin að telja til minna skulda ýmsar skuldir félaga sem ég hafði lítið sem ekkert með að gera og átti lítið í. Sú aðferð rannsóknarnefndarinnar að telja það til minna skulda byggir hvorki á lagastoðum né venjum. Skuldir fyrirtækja sem ég leiddi voru að sönnu miklar og í rauninni of miklar eins og ég hef sjálfur viðurkennt. Ástæðulaust er hins vegar af rannsóknarnefndinni að bæta við þær skuldum sem ég efndi hvorki til né bar beina ábyrgð á.