Almennt : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Ábyrgð, gagnrýni og gagnsæi

Enginn þeirra 147, sem kom fyrir Rannsóknarnefnd
Alþingis, gekkst við ábyrgð sinni á hruni efnahagslífsins haustið 2008. Skýrsla
nefndarinnar var mikilvægt innlegg í nauðsynlegt uppgjör. Vissulega var hún
ekki gallalaus, en þar hefur Alþingi því miður ekki viljað hafa það sem sannara
reynist. Vonandi tekst þinginu betur til þegar það ræðst í löngu tímabæra
rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Landsdómur – Lærdómur

Málflutningi í Landsdómi er lokið. Lærdómurinn er margþættur:

  • Staðfest var að meginorsök bankahrunsins var að þegar á reyndi í verstu kreppu fjármálaheimsins í áttatíu ár voru íslensku bankarnir of stórir miðað við baklandið.
  • Þá birtist með nokkuð skýrum hætti að eftir 2006/2007 var fátt á valdi einstakra manna, fyrirtækja eða stofnana sem hefði dugað til að afstýra efnahagslegum hamförum.
  • Sömuleiðis birtist það í málflutningnum að einstaka þættir í aðdraganda hrunsins eru vanreifaðir – þrátt fyrir fádæma mikla opinbera umfjöllun, fyrir og eftir birtingu 3000 blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Engin greining eða mat liggur fyrir um hvernig ýmis einkenni fjármálakerfisins á Íslandi, eins og t.d. krosseignatengsl og lánveitingar til hlutabréfakaupa, áttu þátt í hruninu eða tapi ríkissjóðs eða þá almennings.  

Að þessu leyti er uppgjörið við hrunið komið stutt á veg. Ég hef áður sagt að Íslendingar hefðu átt að skipa sannleiks- og sáttanefnd sem starfaði fyrir opnum tjöldum þar sem allir þættir málsins kæmu fram. Lærdómurinn af Landsdómi er að við hefðum átt að gera málið upp strax á þann hátt. Það er e.t.v. ekki of seint nú þegar hlustunarskilyrði virðast vera í lagi. Alkunna er, að fólk vill fremur fá fram allar staðreyndir máls, jafnvel þótt þær séu þungbærar, en sjá aðeins hluta heildarmyndarinnar og þurfa að geta í eyðurnar. Með því að upplýsa um öll mál, undanbragðalaust, er von til að vinna úr reiðinni og ná fram sáttum í samfélaginu.

Rangt hjá DV – en engin leiðrétting

Það er rangt sem fram kom í DV á föstudag í frétt á bls. 4 undir fyrirsögninni „600 milljónir afskrifaðar“ að ég hafi verið eigandi eignarhaldsfélagsins AB 89 ehf. Ég átti aldrei neitt í því félagi. Ég átti heldur ekki neitt í félaginu Hansa ehf sem í fréttinni er sagt vera móðurfélag AB 89 ehf.  Af þessu leiðir að undirfyrirsögn fréttarinnar um „Dótturfélag eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga gjaldþrota“ er röng.

 

Uppfært 15.febrúar 2012

 

DV birti í morgun leiðréttingu á umræddri frétt.

Sýndarlíf VBS framlengt – Straumur felldur

Slitastjórn VBS telur að Seðlabankinn og íslenska ríkið hafi vísvitandi dregið að setja VBS fjárfestingarbanka hf. í þrot til að sölsa undir sig veð í  nánast öllum eignum bankans á kostnað annarra kröfuhafa hans. Endurskoðendur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að VBS hafi verið ógjaldfær í ársbyrjun 2008, rúmu ári áður en ríkisvaldið hljóp undir bagga og rúmum tveimur árum áður en löngu fyrirséð fall hans varð að veruleika, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Á sama tíma og Seðlabankinn stóð í þessum sýndarviðskiptum var Straumi-Burðarás neitað um fyrirgreiðslu vegna tímabundins lausafjárvanda.