Landsbankinn 02-08 : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir fall Landsbankans

Skuldabréf gefin út fyrir 38.242 milljónir króna

Halldór segir forgangskröfur í bú Landsbankans hærri en hinna bankanna

Halldór J. Kristjánsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar kennir ýmissa grasa um Icesave og samskipta Landsbankans við hollensk yfirvöld. Athygli mína vakti helst sú fullyrðing hans að forgangskröfur í þrotabú Landsbankans eru hlutfallslega meiri en í hina viðskiptabankana tvo. Hann segir m.a.: „Vænt endurheimtuhlutfall krafna á hendur Landsbankanum er meðal þess sem best verður meðal íslenskra banka. Ályktanir um gæði eigna út frá því sem verður til greiðslu skuldabréfakrafna, erlendra vogunarsjóða og banka, eru rangar vegna þess að rétthærri kröfur eins og innlán voru hlutfallslega hærri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum bönkum.“

Heimtur betri hjá gamla Landsbankanum en Kaupþingi og Glitni

Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér hjá fyrrum stjórnendum Landsbankans þá eru heimtur skilanefnda mestar hjá Landsbankanum eða um 45% en um 40% hjá Glitni og Kaupþingi. Blaðamaður sem titlar sig hagfræðing hefur haldið því fram að heimtur séu verri hjá Landsbankanum vegna þess að hann nái rétt upp í forgangskröfur á meðan heimtur hinna bankana séu langt umfram forgangskröfur. Umræddur blaðamaður horfir horfir framhjá þeirri staðreynd að forgangskröfur eru hlutfallslega hærri í bú Landsbankans vegna þess að fjármögnun Landsbankans byggði helst á almennum innlánum, – svokölluðum Icesave-reikningum sem umræddur blaðamaður hefur skrifað óteljandi greinar um.