Viðskipti á Íslandi : Yfirlit greina
13 milljarðar til gagnavers Verne Global
Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala, eða um 13 milljarða króna. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni.