Viðskipti á Íslandi : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Nova sparaði tugi milljarða

Bandarískt fyrirtæki kaupir Nova

Bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors hefur keypt allt hlutafélag í fjarskiptafyrirtækinu Nova. Ég kveð Nova, sem ég stofnaði fyrir 10 árum, með stolti yfir þeim góða árangri sem fyrirtækið hefur náð. Það er núna með mestu markaðshlutdeildina á íslenskum farsímamarkaði og samkeppnin sem fyrirtækið kom með inn á markaðinn hefur lækkað verð á símaþjónustu og bætt þjónustu.

Forstjóri fastur í speglasal

Róbert Wessman gaf lesendum Markaðarins innsýn í hugarheim sinn í gær. Að horfa á þá mynd var eins og að svipast um í speglasal, allt bjagað og snúið. Hann býsnast yfir yfirtöku Pharmaco á Delta árið 2002 og segir að hann hafi ekki haft fjármuni til að verjast yfirtökunni. Staðreyndin er sú að hann var starfsmaður félagsins og hafði auðvitað ekkert um það að segja hvort eigendur þess seldu hlut sinn eða ekki. Hann kennir viðskiptabanka félagsins um að hafa sent sig úr landi og „á meðan plottuðu þeir yfirtökuna“. Á mannamáli heitir þetta að nokkrir hluthafa hafi fallist á að selja – og þurftu auðvitað ekki að spyrja starfsmann sinn leyfis.

CCP starfar með Google

CCP hefur tekið upp samstarf við Google um þróun á nýjum leik fyrir sýndarveruleikakerfi. CCP þróar Gunjack Next sem verður sjálfstætt framhald af leiknum EVE Gunjack. Nýi leikurinn verður eingöngu þróaður fyrir nýkynnta vöru Google, Daydream, en sá sýndarveruleikabúnaður verður kynntur til sögunnar í haust.