Hrunið : Yfirlit greina

Birta eftir árum

„Síðasta lánið undir sólinni“ úr sögunni

DV greindi frá því í dag að lán Samsonar hjá Arion-banka sem ítrekað var ranglega sagt vera vegna kaupa félagsins á Landsbankanum 2003 og fjármálaráðherra sagði vera „síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa“ hefur verið gert upp í Arion-banka. Í greininni kemur fram að Landsbankinn og Arion hafi skipt á kröfum. Jafnframt kemur fram að allar líkur séu á því að lánið sem nú er í Landsbankanum verði greitt að fullu. Því má segja að „síðasta lánið undir sólinni“ sé úr sögunni. Fjármálaráðherra getur því sofið rólegur áhyggjulaus af afskriftum af þessu láni.

Skuldauppgjör er ekki kyrrstaða

Ýmsir hafa séð ástæðu til að vekja athygli á samningum þeim sem ég gerði um uppgjör allra minna skulda. Því miður virðist gæta misskilnings á inntaki og formi þeirra, jafnvel hjá opinberum aðilum sem best eiga að þekkja til uppgjörsmála og leggja uppgjör mitt að jöfnu við einhverskonar kyrrstöðusamninga. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novator, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hún bendir á að skuldauppgjör mitt er ekki einhverjir kyrrstöðusamningar. Eins og fram hefur komið þá er ég ekki í aðstöðu til að fjalla um einstök atriði í samningsins vegna trúnaðar við þá erlendu og innlendu banka sem að þeim koma. 

Markmiðið skýrt – hámarka verðmæti eigna og stuðla að sem mestum heimtum

Stöð 2 greindi frá efnisatriðum
samkomulagsins sem ég og fyrirtæki mitt gerði við lánardrottna í júlí sl. Því
miður get ég ekkert sagt um einstök atriði samningsins vegna trúnaðar sem ég er
bundinn. Fréttin er túlkuð á alla kanta í fjölmiðlum og á vefnum. Það sem mér
finnst ekki koma skýrt fram í fréttinni er að markmið samkomulagsins var að
skapa aðstæður til að hámarka verðmæti eigna minna og fyrirtækja minna svo
heimtur lánardrottna gætu orðið sem allra mestar. Bloggari að nafni Andri
Haraldsson
virðist hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann segir: „Semsagt, með
því að fella niður persónulegar ábyrgðir og taka þess í stað ábyrgðir sem
tengjast eignum sem ekki eru persónulegar eignir BTB, þá er bankinn að auka
heimtur sínar um 95% stig — eða 20 sinnum meiri innheimtur en gert var ráð
fyrir.“

Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þetta!

Í júlí gat ég skýrt frá því opinberlega að samkomulag hefði náðst um uppgjör skulda minna og fjárfestingarfélags míns, Novators, við innlenda og erlenda lánardrottna. Í uppgjörinu fólst að skuldir yrðu ekki gefnar eftir og gerðar upp að fullu og samkomulag er við lánardrottna um ráðstöfun nær allra minna eigna. Uppgjör mitt á dögunum var flestum auðskiljanlegt enda gerðu flestir fjölmiðlar góða grein fyrir því. Hins vegar er ekki hægt að gera ítarlega grein fyrir uppgjörinu þar sem um trúnaðarmál í viðskiptum mínum við fleiri en sex fjármálafyrirtæki er að ræða. Þetta skilja allir sem koma nálægt miðlun upplýsinga um viðskipti með einn undantekningu þó – íslenskri. Á þeim bæ gáfu menn sér að eitthvað hlyti að vera bogið við uppgjörið.