Hrunið : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Spurningum DV svarað

Fréttastjóri DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hafði við mig samband á miðvikudegi og sagðist vera að skrifa Nærmynd um mig og hvort ég væri reiðubúinn að svara fáeinum spurningum blaðsins sem sendar yrðu í tölvupósti. Áður hafði ég verið í samskiptum við blaðið vegna áhuga þess á viðtali við mig en ég hef ekki viljað fara í viðtöl á meðan ég hef verið að semja við kröfuhafa mína og því talsverð óvissa um mín mál og mína framtíð. Þar sem Nærmynd þessi yrði hvort eð er birt hugsaði ég með mér að ekki myndi skaða að svara fáeinum spurningum. Á endanum urðu spurningarnar fjölmargar og reyndi ég að svara þeim flestum. Blaðið birti nær allar spurningarnar og svörin í blaðinu í dag. Tveimur spurningum og svörum var sleppt er varðaði Icesave og einkavæðingu bankanna en þær birtust síðar á vef blaðsins.

Stöð 2 dregur til baka frétt um stórfelda fjármagnsflutninga

Frettastofa Stöðvar 2 dróg í kvöld til baka frétt frá í júlí 2009 um að ég ásamt fleirum hefði látið flytja fúlgur fjár af reikningi mínum í Straumi til aflandseyja. Þrátt fyrir að ég hafi hringt á sínum tíma strax og fréttin birtist og lýst því yfir að þetta væri lygi stóð Fréttastofan við fréttina. Og það gerði hún líka eftir að Straumur hafði sent frá sér tilkynningu um að fréttin væri útí hött. Ég sá mig tilneyddan til að verja mig og kærði Fréttastofu Stöðvar 2 fyrir meiðyrði. Nú þegar Fréttastofan hefur viðurkennt mistök og dregið fréttina til baka tel ég enga ástæðu til að halda áfram málarekstri.

Staðið með íslensku krónunni

Óvéfengjanlegar heildarniðurstöður