Eldra efni : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Deutsche Bank er ekki hluthafi í Actavis

Vegna frétta um að Deutsche Bank hafi fengið heimild frá samkeppnisyfirvöldum ESB til yfirtöku á Actavis er rétt að ítreka að bankinn er ekki hluthafi í Actavis. Heimildin er formsatriði vegna ákvæða í samningum um fjárhagslega endurskipulagningu Actavis en efnisatriði þess samnings eru ekki opinber.  Það sem upplýst hefur verið og liggur fyrir er að ég er stærsti hluthafinn í félaginu og sit í stjórn þess.


 

Eignarhald félaga lá ljóst fyrir – Landsbankinn og FME deildu um túlkun reglna

Viðskiptablaðið greinir frá því í morgun að slitastjórn
Landsbankans rannsaki nú hvort áhættuskuldbindingar bankans hafi farið yfir
leyfileg mörk og eru viðskipti mín við bankann á árunum fram til 2007 nefnd
sérstaklega. Aðrir fjölmiðlar hafa síðan tekið málið upp eftir Viðskiptablaðinu.
Væntanlega tengist þessi fréttaflutningur eitthvað framgöngu lögmanns eins,
Ólafs Kristinssonar, sem er að safna saman fyrrum hluthöfum Landsbankans í
málsókn gegn Landsbankanum vegna rangra upplýsingagjafa. Kjarni þessa máls er að
FME og Landsbankinn voru að fullu upplýst um eignarhluta minn í bankanum  og í
félögum sem áttu í viðskiptum við hann en fram að yfirtöku fyrirtækja minna á
Actavis var ágreiningur um hvort ég hefði yfirráð yfir því félagi en þar fór ég
með undir 40% hlutafjár. Hafa skal í huga að þau lán sem hér um ræðir voru greidd
upp í Landsbankanum árið 2007.

Eftirspurnarskellir ollu vandræðum

Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum flutti erindi nýlega um áhrif peningastefnu Seðlabankans á hrun bankakerfisins haustið 2008. Þó svo ég lýsi mig ekki sammála öllum hans ályktunum fannst mér frískandi að kynna mér efni fyrirlestrarins í samanburði við hálf- og vanþekkinguna sem einkennir umræðuna um orsakir hrunsins á vettvangi fjölmiðla- og stjórnmála. Ásgeir leggur áherslu á að það sem mestu hafi valdið um hvernig fór voru svokallaðir eftirspurnarskellir, ekki peningastefnan.

Átti að bjarga Straumi? Já.

Fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás hf. hafði alla burði til að standa af sér hrun bankakerfisins á Íslandi. Bankinn var enda starfræktur allt fram í mars 2009, þegar ríkið tók hann yfir með ógagnsæjum og illskiljanlegum aðgerðum sínum. Í pistli á baksíðu Viðskiptablaðsins fimmtudaginn 9. september sl. kemst Magnús Halldórsson blaðamaður að þeirri niðurstöðu að það hafi verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisins að fella Straum. Magnús segir almannahagsmuni ekki hafa krafist þess að Straumi yrði bjargað, enda hafi bankinn ekki verið viðskiptabanki. En til að skoða spurninguna um hvort bjarga hefði átt bankanum þarf að huga að fleiru en blaðamaðurinn gerir hér.