Viðskipti : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Enn óskað svara frá stjórn RÚV

Stjórn RÚV ohf. svarar ekki bréfum sem til hennar eru send, heldur felur öðrum að svara fyrir sína hönd. Þar með víkur hún sér undan lögboðnum skyldum sínum. Ég ákvað að láta reyna einu sinni enn á þessa afstöðu stjórnarinnar og sendi henni eftirfarandi bréf í síðustu viku, sem vonandi verður tekið fyrir á fundi hennar í þessari viku:

Dæmt eftir einhliða gögnum

Ég ritaði annað bréf til RÚV ohf. í byrjun þessarar viku og ítrekaði óskir mínar um afsökunarbeiðni frá stofnuninni vegna meiðandi umfjöllunar Kastljóss 23. júní sl. Áður hafði mér borist bréf frá ritstjóra Kastljóss og fréttamanni, en af því mátti ráða að aldrei var ætlunin að kynna sjónarmið beggja aðila í þættinum enda ganga ritstjórinn og fréttamaðurinn svo langt í bréfinu að fullyrða að sekt mín sé sönnuð.

Hvorki sanngirni né hlutlægni hjá RÚV

Ég sendi bréf á stjórn Ríkisútvarpsins fyrir nokkrum dögum og krafðist opinberrar afsökunarbeiðni frá stofnuninni vegna Kastljóss-þáttar þriðjudaginn 23. júní sl. Ég tel RÚV hafa brotið þau lög sem gilda um stofnunina með því að beita ófaglegum vinnubrögðum, láta sanngirni og hlutlægni lönd og leið og láta ógert að leita upplýsinga frá báðum aðilum eða kynna sjónarmið þeirra sem jafnast. Umfjöllunin var meiðandi og til þess fallin að valda mér tjóni.

Tugmilljóna kostnaður lagður á hluthafa

Lögmenn í Reykjavík hafa stofnað málsóknarfélag um mál gegn mér. Lögmennirnir hafa um margra ára skeið velkst með málið, án þess að nokkuð markvert hafi komið fram. Lögmennirnir hafa borið háar þóknanir úr býtum.