Straumur-Burðarás : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Ekki ástæða til að rifta viðskiptum við Straum

Fjölmiðlar birtu í dag bæði hér og hér fréttir af því að á kröfuhafafundi Straums Burðaráss í gær hafi niðurstöður rannsóknar PricewaterhouseCoopers á viðskiptum bankans verið kynntar og hvort ástæða sé til að rifta einhverjum þeirra gjörninga. Þar kom fram að rétt sé að rifta samningi við Íbúðalánsjóð en jafnframt að ekki sé ástæða að rifta neinum viðskiptum við mig eða fyrirtæki sem tengjast mér og jafnframt að ekki væri heldur tilefni til að rifta viðskiptum við föður minn, Björgólf Guðmundsson. Endurskoðunarfyrirtækið kemst einnig að þeirri niðurstöðu að heildarviðskipti tengd okkur feðgum hafi farið yfir áhættumörk. Á sínum tíma var það ekki álit stjórnenda og endurskoðenda bankans.

Stöð 2 dregur til baka frétt um stórfelda fjármagnsflutninga

Frettastofa Stöðvar 2 dróg í kvöld til baka frétt frá í júlí 2009 um að ég ásamt fleirum hefði látið flytja fúlgur fjár af reikningi mínum í Straumi til aflandseyja. Þrátt fyrir að ég hafi hringt á sínum tíma strax og fréttin birtist og lýst því yfir að þetta væri lygi stóð Fréttastofan við fréttina. Og það gerði hún líka eftir að Straumur hafði sent frá sér tilkynningu um að fréttin væri útí hött. Ég sá mig tilneyddan til að verja mig og kærði Fréttastofu Stöðvar 2 fyrir meiðyrði. Nú þegar Fréttastofan hefur viðurkennt mistök og dregið fréttina til baka tel ég enga ástæðu til að halda áfram málarekstri.

Ársreikningar

William Fall ráðinn sem yfirmaður hjá RBS

William Fall, fyrrum forstjóri Straums, hefur verið ráðinn yfirmaður RBS og er starfsheiti hans á ensku Global Head of Financial Institutions Group. Það er ánægjulegt að sjá að vegur þessa manns fer vaxandi og óska ég honum velfarnaðar í nýju starfi. Ég taldi það á sínum tíma hvalreka fyrir íslenskt fjármálalíf þegar okkur í stjórn Straums tókst að ráða hann sem forstjóra. Mér finnst sjálfsagt að greina frá því hér að þegar skoðaðar voru hugmyndir um að sameina Landsbankann og Straum kom aldrei til greina annað en að William Fall yrði yfirmaður þess banka. Það var miður að íslensk yfirvöld sáu ekki ástæðu til að nýta kraft þessa manns við uppbyggingu íslenska fjármálakerfisins, en eins og Pressan hefur greint frá var ekkert gert með hugmyndir hans.