Hrunið : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Pólitísk áhætta að gefa Straumi færi á að lifa

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur, birti er í tímaritinu Þjóðmálum sem kemur út í dag grein sem segir að embættismenn hafi litið svo á að það væri pólitísk áhætta að veita Straumi fyrirgreiðslu í mars 2009 þar sem hægt væri að túlka það sem einhverskonar stuðning við mig. Þá kemur fram í greininni að nær vonlaust er að fá upplýsingar eða gögn frá hinu opinbera um málefnalegar ástæður fyrir því af hverju ósk Straums um lánafyrirgreiðlsu var hafnað og hvers vegna FME tók bankann óvænt yfir í stað þess að hann færi í greiðslustöðvun eins og stjórnendur og eigendru bankans vildu og voru að undirbúa. Voandi fást þessi mál upplýst fyrr en síðar því að hagsmunir 20 þúsund hluthafa í Straumi voru í húfi.  

Ekki ástæða til að rifta viðskiptum við Straum

Fjölmiðlar birtu í dag bæði hér og hér fréttir af því að á kröfuhafafundi Straums Burðaráss í gær hafi niðurstöður rannsóknar PricewaterhouseCoopers á viðskiptum bankans verið kynntar og hvort ástæða sé til að rifta einhverjum þeirra gjörninga. Þar kom fram að rétt sé að rifta samningi við Íbúðalánsjóð en jafnframt að ekki sé ástæða að rifta neinum viðskiptum við mig eða fyrirtæki sem tengjast mér og jafnframt að ekki væri heldur tilefni til að rifta viðskiptum við föður minn, Björgólf Guðmundsson. Endurskoðunarfyrirtækið kemst einnig að þeirri niðurstöðu að heildarviðskipti tengd okkur feðgum hafi farið yfir áhættumörk. Á sínum tíma var það ekki álit stjórnenda og endurskoðenda bankans.

Spurningum DV svarað

Fréttastjóri DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hafði við mig samband á miðvikudegi og sagðist vera að skrifa Nærmynd um mig og hvort ég væri reiðubúinn að svara fáeinum spurningum blaðsins sem sendar yrðu í tölvupósti. Áður hafði ég verið í samskiptum við blaðið vegna áhuga þess á viðtali við mig en ég hef ekki viljað fara í viðtöl á meðan ég hef verið að semja við kröfuhafa mína og því talsverð óvissa um mín mál og mína framtíð. Þar sem Nærmynd þessi yrði hvort eð er birt hugsaði ég með mér að ekki myndi skaða að svara fáeinum spurningum. Á endanum urðu spurningarnar fjölmargar og reyndi ég að svara þeim flestum. Blaðið birti nær allar spurningarnar og svörin í blaðinu í dag. Tveimur spurningum og svörum var sleppt er varðaði Icesave og einkavæðingu bankanna en þær birtust síðar á vef blaðsins.

Stöð 2 dregur til baka frétt um stórfelda fjármagnsflutninga

Frettastofa Stöðvar 2 dróg í kvöld til baka frétt frá í júlí 2009 um að ég ásamt fleirum hefði látið flytja fúlgur fjár af reikningi mínum í Straumi til aflandseyja. Þrátt fyrir að ég hafi hringt á sínum tíma strax og fréttin birtist og lýst því yfir að þetta væri lygi stóð Fréttastofan við fréttina. Og það gerði hún líka eftir að Straumur hafði sent frá sér tilkynningu um að fréttin væri útí hött. Ég sá mig tilneyddan til að verja mig og kærði Fréttastofu Stöðvar 2 fyrir meiðyrði. Nú þegar Fréttastofan hefur viðurkennt mistök og dregið fréttina til baka tel ég enga ástæðu til að halda áfram málarekstri.