Hrunið : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Uppgjör skulda að fjárhæð 1200 milljarðar króna

Endurteknar rangfærslur um krónuviðskipti

ISK-vidskipti-2007-2008

DV fjallar í dag um fyrrverandi starfsmann Novators í London, Heiðar Má Guðjónsson. Í greininni eru endurteknar þrálátar rangfærslur um gjaldeyrisviðskipti Novators þar sem látið er í veðri vaka að Novator hafi unnið gegn krónunni. Þetta er ekki rétt. Novator seldi íslenskar krónur þegar gengi hennar var hátt en keypti hins vegar krónur þegar fjaraði undan henni og því stóð Novator með krónunni þegar á reyndi, – öfugt við marga aðra.

Umfjöllun um uppgjör skulda

Vbl-22.07.10Íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um uppgjör mitt og félaga minna við lánardrottna. Þar virðist mesta athygli vekja hversu fjárhæðirnar eru háar og sú staðreynd að hér er um heildauppgjör að ræða og að allar eignir mínar eru undir í þessu uppgjöri. Fram kemur að uppgjörið nemi um 1200 milljörðum króna og að vonir standi til að hægt sé að ljúka því á um fimm árum.

Samið um uppgjör allra skulda

Í kvöld var send fréttatilkynning frá Novator og mér um að lokið sé samningum við innlenda og erlenda lánardrottna um uppgjör allra skulda Novators og mín. Vonir standa til að skuldirnar verði að mestu greiddar upp eftir fimm til sex ár sem þýðir í raun að ég verð að vinna fyrir lánadrottna á meðan. Það er mikill léttir fyrir mig að hafa lokið þessum samningum og markar þetta áfanga í uppbyggingunni eftir hrun fjármálakerfisins á Vesturlöndum haustið 2008..