Rangt hjá DV – en engin leiðrétting

Það er rangt sem fram kom í DV á föstudag í frétt á bls. 4 undir fyrirsögninni „600 milljónir afskrifaðar“ að ég hafi verið eigandi eignarhaldsfélagsins AB 89 ehf. Ég átti aldrei neitt í því félagi. Ég átti heldur ekki neitt í félaginu Hansa ehf sem í fréttinni er sagt vera móðurfélag AB 89 ehf.  Af þessu leiðir að undirfyrirsögn fréttarinnar um „Dótturfélag eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga gjaldþrota“ er röng.

 

Uppfært 15.febrúar 2012

 

DV birti í morgun leiðréttingu á umræddri frétt.

 

Í frétt sinni segir DV einnig að mér hafi tekist að forðast persónulegt gjaldþrot þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélaga sem tengist mér. Hið rétta er að slík eignarhaldsfélög eru ekki í fleirtölu. Eitt eignarhaldsfélag í minni eigu hefur orðið gjaldþrota en það var Samson ehf. sem átti hlut í Landsbankanum.

Eftir að DV birti frétt sína óskaði talsmaður minn ítrekað eftir að blaðið birti leiðréttingu á heimasíðu sinni og á prenti. Fyrst var farið fram á það á föstudag og sú krafa ítrekuð um helgina. Eftir samskipti við blaðamann DV á sunnudag var þess vænst að leiðréttingin yrði birt í blaðinu í dag. Þar sjást hins vegar engin merki þess að blaðið hafi farið með fleipur sl. föstudag. 

Það er ekkert óvenjulegt að erfiðlega gangi að leiðrétta missagnir í fjölmiðlum. Ég bíð enn eftir að DV sinni þeirri sjálfsögðu skyldu blaðamanna að hafa það sem sannara reynist.

 

Uppfært 15. febrúar 2012

DV birti í morgun eftirfarandi leiðréttingu á bls. 4.

Leidretting-DV---15.02.12