Spurningum DV svarað

Fréttastjóri DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hafði við mig samband á miðvikudegi og sagðist vera að skrifa Nærmynd um mig og hvort ég væri reiðubúinn að svara fáeinum spurningum blaðsins sem sendar yrðu í tölvupósti. Áður hafði ég verið í samskiptum við blaðið vegna áhuga þess á viðtali við mig en ég hef ekki viljað fara í viðtöl á meðan ég hef verið að semja við kröfuhafa mína og því talsverð óvissa um mín mál og mína framtíð. Þar sem Nærmynd þessi yrði hvort eð er birt hugsaði ég með mér að ekki myndi skaða að svara fáeinum spurningum. Á endanum urðu spurningarnar fjölmargar og reyndi ég að svara þeim flestum. Blaðið birti nær allar spurningarnar og svörin í blaðinu í dag. Tveimur spurningum og svörum var sleppt er varðaði Icesave og einkavæðingu bankanna en þær birtust síðar á vef blaðsins.

Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV og einn eigenda útgáfunnar, hafði samband við mig í vikunni og sagðist vera að skrifa einhverskonar nærmynd af mér. Hann vildi jafnframt kanna hvort ég vildi svara nokkrum spurningum sem hann myndi senda mér í tölvupósti. Ég taldi þetta vera í lagi en bjóst ekki við þeirri spurningasúpu sem kom. Þrátt fyrir lítinn tíma reyndi ég að svara spurningum hans eins vel og ég gat.