Ekki ástæða til að rifta viðskiptum við Straum
Fjölmiðlar birtu í dag bæði hér og hér fréttir af því að á kröfuhafafundi Straums Burðaráss í gær hafi niðurstöður rannsóknar PricewaterhouseCoopers á viðskiptum bankans verið kynntar og hvort ástæða sé til að rifta einhverjum þeirra gjörninga. Þar kom fram að rétt sé að rifta samningi við Íbúðalánsjóð en jafnframt að ekki sé ástæða að rifta neinum viðskiptum við mig eða fyrirtæki sem tengjast mér og jafnframt að ekki væri heldur tilefni til að rifta viðskiptum við föður minn, Björgólf Guðmundsson. Endurskoðunarfyrirtækið kemst einnig að þeirri niðurstöðu að heildarviðskipti tengd okkur feðgum hafi farið yfir áhættumörk. Á sínum tíma var það ekki álit stjórnenda og endurskoðenda bankans.