„Síðasta lánið undir sólinni“ úr sögunni
DV greindi frá því í dag að lán Samsonar hjá Arion-banka sem ítrekað var ranglega sagt vera vegna kaupa félagsins á Landsbankanum 2003 og fjármálaráðherra sagði vera „síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa“ hefur verið gert upp í Arion-banka. Í greininni kemur fram að Landsbankinn og Arion hafi skipt á kröfum. Jafnframt kemur fram að allar líkur séu á því að lánið sem nú er í Landsbankanum verði greitt að fullu. Því má segja að „síðasta lánið undir sólinni“ sé úr sögunni. Fjármálaráðherra getur því sofið rólegur áhyggjulaus af afskriftum af þessu láni.