Verðmæti CRa aukast um 324% á rúmlega tveimur árum

Í ágúst 2004 fjárfesti Björgólfur Thor ásamt hópi fjárfesta, þ,á.m. Landsbankanum og Straumi, í sérhæfða fjárfestingarsjóðnum CVIL. Eina eign sjóðsins á þeim tíma var eignarhaldsfélagið Bivideon sem átti 71,9% hlut í tékkneska fjarskiptafélaginu Ceske Radiokomunikace (CRa). Í september sama ár jók Bivideon hlut sinn í CRa um 13% og átti því þá 89% hlut í fjarskiptafélaginu. Félagið var afskráð í Kauphöllinni í Prag og var þá markaðsverðmæti þess um 37 milljarðar króna. Í nóvember 2006 seldu svo fjárfestingafélögin Cvil og Bivideon eignarhluta sína í CRa fyrir að jafnvirði þá 120 milljarða króna eins og greint var frá m.a. í breska blaðinu Financial Times. Vermæti félagsins hafði aukist um 83 milljarða króna eða um 324%. Eignarhlutur Björgólfs Thors og fjárfestingahópsins í kringum hann var um 70% og má áætla að söluhagnaður þeirra hafi verið um 56 milljarðar króna sem gekk m.a. til Landsbankans og Straums. Ferill þessarar fjárfestingar var í stuttu máli sem hér segir:

  • Ágúst 2004: BTB og hópur fjárfesta fjárfesta í Cvil og áttu því 71,9% í CRa.
  • September 2004: Bivideon, eina eign Cvil, eykur hlut sinn í CRa og á 89% í CRa.
  • Seinni hluta 2004 er CRa afskráð í kauphöllinni í Prag. Markaðsverðmæti þá var um 37 milljarðar króna.
  • Nóvember 2006: Cvil og Bivideon selja hluti sína í CRa. Söluverð var um 120 milljarðar króna og því hafði virði félagsins aukist um 83 milljarða eða nærri 324%.

Breska blaðið Financial Times gerði sölunni á CRa góð skil haustið 2006. Þar kom m.a. fram að viðskipti þessi væri stærsta skuldsetta yfirtakan í Austur Evrópu.