Fjármögnun: 65% eigin fé og 35% tekin að láni

 

Samson greiddi fyrir 45,8% hlut sinn í Landsbanka Íslands hf. eins og hér segir:

  •  Í febrúar 2003 greiddu eigendur með eigin fé erlendis frá 48,1 milljónir bandaríkjadala. Um var að ræða 36% af heildarkaupverði.
  • Í apríl 2003 greiddu eigendur 48,3 milljónir bandaríkjadala með láni frá Búnaðarbanka Íslands hf. síðar KB banka. Um var að ræða greiðslu sem að var ríflega 36% af heildarkaupverði. Tryggingar voru veittar með veði í hlutabréfum Samsonar í Landsbanka Íslands hf. að markaðsverðmæti sem nam tvöfaldri lánsfjárhæðinni. Engar persónuábyrgðir voru veittar eins og sjá má í lánasamningi. Lánið var greitt upp að fullu í apríl 2005.
  • Í desember 2003 greiddu eigendur með eigin fé erlendis frá 42,7 milljónir bandaríkjadala. Um var að ræða greiðslu sem að var um 27% af heildarkaupverði. 

Heildargreiðslur námu samtals 139 milljónum bandaríkjadala, þar af voru 90,8 milljónir fjármagnaðar af eigendum eða 65% . Þær voru greiddar að fullu inn á reikning ríkissjóðs Íslands í Seðlabanka Bandaríkjanna í New York í árslok 2003 og átti þá sér stað fullnaðaruppgjör vegna kaupa Samsonar á hlut ríkisins í Landsbankanum.

Í kaupsamningi kemur skýrt fram að seljandinn, sem er íslenska ríkið, gerir aðeins kröfu um að eiginfjárhlutfall kaupenda verði 34.5%. Í samningnum kemur einnig fram að ráð er fyrir því gert að stærsti hluti þess sem eftir stendur geti verið fjármagnaður með lánsfé þar sem handveð á móti lánum verði 200%. Í samningi kemur fram að kaupendur og seljendur eru sammála um að ekki skuli fjármagna kaupin með þátttöku Landsbankans sjálfs. Þar er ekkert fjallað um aðrar íslenskar fjármálastofnanir. Því er ljóst að eiginfjárhlutfall kaupenda er langt umfram óskir eða kröfur seljanda og lántaka Samson hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum öðrum en Landsbankanum er í fullu samræmi við vilja íslenska ríkisins.