Samson Global Holdings eignast 27,1% í Kaldbaki

Þann 22. september 2004 keypti Samson Global Holdings 27,1% hlut í almenningshlutafélaginu Kaldbaki. Kaupin voru gerð á genginu 7,9 og því var kaupverð samtals 3.740 milljónir króna. Samson Global Holdings var eftir þessi viðskipti stærsti hluthafinn í Kaldbaki en næst á eftir Samson Global Holdings komu Samherji með 25% og Baugur með 24,8%. Það var tveimur dögum síðar eða 24. september að tilkynnt var um sameiningu Kaldbaks og Burðaráss. Fyrir 27,1% hlut sinn í Kaldbaki fékk Samson Global Holdings 2,97% hlut í Burðarás.