Landsbankinn keyptur eftir langt og óvenjulegt söluferli

 

Þann 31. desember 2002 undirrituðu Samson eignarhaldsfélag ehf. og Valgerður Sverrisdóttir, þá iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Geir H. Haarde, þá fjármálaráðherra, samning um kaup Samson á 45,8% hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Söluferlið var langt og óvenjulegt eins og víða hefur komið fram. Kaupverð var 12,3 milljarðar króna (núvirt meðalgengi á hverja krónu nafnverðs var 3,91 kr.) og var allt greitt í bandaríkjadölum inn á reikning íslenska ríkisins í Seðlabanka Bandaríkjanna í New York. Samið var um fast gengi í kaupsamningi (88,ISK/USD) og því var eiginleg greiðsla í bandaríkjadölum. Þessi leið var valin þar eð íslenska ríkið hugðist nota söluandvirði til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs og þar af leiðandi eyddu þeir gengisáhættu með því að fá greiðslu í erlendri mynt beint.

Á árunum frá 2003 til 2008 tók Samson þátt í öllum hlutafjáraukningum Landsbankans og greiddi samtals um 11 milljarða íslenskra króna fyrir þá viðbótarhluti. Enn fremur keypti félagið bréf í bankanum á markaði og lagði að auki inn hlutafé systurfélagsins, Samson Global Holding, í Burðarási við sameiningu þess félags og Landsbankans. Samson greiddi því samtals rúma 30 milljarða króna fyrir þann 45% hlut sem félagið átti í Landsbankanum haustið 2008.

Samson seldi aldrei hlutafé í Landsbankanum. Björgólfur Thor átti alltaf um 50% af hlutafé Samson.