Stærstu viðskipti Íslandssögunnar
Novator, félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, lagði fram yfiritökutilboð í Actavis vorið 2007 og var yfirtaka félagsins endanlega frágengin í ágúst sama ár þegar félagið var afskráð í Kauphöllinni. Samtals voru greiddir 5,3 milljarðar evra fyrir útistandandi hluti í Actavis. Af þessum 5,3 milljörðum var 4,1 milljarður evra fjármagnaður með lánsfé og 1,195 milljarðar evra var eigið fé. Deutche Bank sá um lánsfjármögnun sem var að mestu leyti erlend. Tveir íslenskir bankar, Straumur og Landsbankinn, sem voru í hópi gömlu hluthafa Actavis og höfðu hagnast verulegu við yfirtöku félagsins, tóku þátt lánsfjármögnuninni að fjárhæð samtals 300 milljónir evra eða sem nemur um 5,7% af heildarlánsfjárhæð. Novator lagði inn eigið fé í formi hlutafjár að upphæð 935 milljóna evra og aðrir hluthafar 260 milljónir evra.
Fjármunirnir fóru til hluthafa félagsins og voru einnig nýttir til endurgreiðslu á lánum til innlendra lánastofnanna. Þannig fengu Glitnir og Landsbanki Íslands um 450 milljónir evra sem endurgreiðslu á lánum frá Actavis.
Hægt er að lesa nánar um þessi stærstu viðskipti Íslandssögunnar hér.