Staða Björgólfs Thors

Björgólfur Thor Björgólfsson gegndi aldrei formlegri stöðu í Landsbankanum og kom aldrei nálægt daglegum rekstri bankans. Hann var stjórnarformaður í Samson sem var langstærsti hluthafinn en hann tók aldrei sæti í bankaráði Landsbankans, gegndi engum störfum fyrir hann og hlaut aldrei laun eða þóknanir frá bankanum. Fulltrúi Samson í bankaráði Landsbankans var Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thor, og var hann formaður ráðsins. Aðrir fulltrúar Samson í bankaráði Landsbankans voru ýmist Þór Kristjánsson eða Andri Sveinsson sem verið hefur náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors undanfarin ár.