Arðgreiðslur: 4,3 milljarðar á fimm árum
Á meðan Samson fór með kjölfestuhlut í Landsbankanum var greiddur út arður til hluthafa í fimm ár í röð samtals að fjárhæð um 10,5 milljarðar króna. Af því voru greiddir um 4.3 milljarðar til Samons.
- 2003 voru arðgreiðslur að upphæð 664 milljónir greiddar út. Af þeim fékk Samson 294 milljónir, sem var 44,30% af heildararðgreiðslu.
- 2004 voru arðgreiðslur að upphæð 722 milljónir greiddar út. Af þeim fékk Samson 323 milljónir, sem var 44,79% af heildararðgreiðslu.
- 2005 voru arðgreiðslur að upphæð 1.577 milljónir greiddar út. Af þeim fékk Samson 633 milljónir, sem var 40,17% af heildararðgreiðslu.
- 2006 voru arðgreiðslur að upphæð 3.237 milljónir greiddar út. Af þeim fékk Samson 1.339 milljónir, sem var 41,37% af heildararðgreiðslu.
- 2007 voru arðgreiðslur að upphæð 4.311 milljónir greiddar út. Af þeim fékk Samson 1.755 milljónir, sem var 40/70% af heildararðgreiðslu.
Samson fékk samtals því 4.345 milljónir króna í arðgreiðslur.