Almennt : Yfirlit greina

Birta eftir árum

DV fjallaði mest um einstaklinga tengda Landsbankanum – Morgunblaðið um Jón Ásgeir

Í rannsókn þar sem Creditinfo kannaði umfjöllun íslenskra prentmiðla fyrstu 12 mánuðina eftir hrun bankanna um nokkra nafngreinda einstaklinga sem voru í forystu fjármálafyrirtækja í aðdraganda þess kemur í ljós að DV fjallar hlutfallslega meira um einstaklinga sem tengdust Landsbankanum, þ.e. Björgólf Guðmundsson, mig – Björgólf Thor Björgólfsson og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóra, en einstaklinga sem tengdust öðrum bönkum. Ef niðurstöður eru bornar saman við umfjöllun fjölmiðla eftir birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi á orsökum hrunsins í apríl 2010 sést að umfjöllun um Landsbankamenn minnkaði verulega hlutfallslega. Þá er áberandi að Morgunblaðið fjallar hlutfallslega meira um Jón Ásgeir Jóhannesson en aðra þá sem mest voru í umræðunni eftir hrun. Hafa ber í huga að nýr ritstjóri, Davíð Oddsson, kom ekki að Morgunblaðinu fyrr en í lok þess tímabils sem prentmiðlarnir voru skoðaðir.

Íslensk þjóðfræði, siðferði og fjölmiðlar

Ragnhildur Sverrisdóttir, sem er talskona Novators, setti saman stutta hugleiðingu í framhaldi af grein Svarthöfða í DV í morgun þar sem höfundur ráðleggur mér að lesa íslenska þjóðfræði sem „gæti verið ágætis byrjun á nýrri braut frá ósóma og neyslusukki …“. Umhyggja í minn garð er fágæti í íslenskum fjölmiðlum um þessar mundir og því þakka ég hinum nafnlausa höfundi Svarthöfða að sýna mér hana. Ragnhildur telur hins vegar að Svarthöfði og félagar á DV gætu haft gagn af því að lesa sitthvað um siðferði og fjölmiðla.

Traustur tekjugrunnur – björt framtíð

Samningurinn um einkavæðingu LÍ

Lesið samninginn

um kaup Samson á hlut ríkisins í Landsbankanum frá 2003