Björgólfur segir reglur óskýrar

Í fréttatilkynningu frá 30.ágúst 2002 sagði Björgólfur Thor að áhugi þremenninganna á kaupum á kjölfestuhlutinum væri enn til staðar þrátt fyrir fréttir af sölu LÍ á eignarhlutnum í VÍS. Hins vegar vekti það undrun að keppinautarnir um bankann hefðu fengið tækifæri til að kaupa innan úr honum jafn mikilvægar eignir á borð við 45% hlut í VÍS. Þá vekti það jafnframt spurningar að þeir tveir fyrirtækjahópar sem einnig sæktust eftir kjölfestuhlutnum fengju að koma fram sem tveir aðilar þegar ljóst væri að eigna- og  stjórnatengsl væru eins mikil og raun bæri vitni. Björgólfur Thor sagði í tilkynningunni að framvinda mála síðustu daga sýndi að ekki væru í gildi skýrar reglur um það hvernig standa skyldi að sölu eigna ríkisins í bönkunum.