CCP starfar með Google
CCP hefur tekið upp samstarf við Google um þróun á nýjum leik fyrir sýndarveruleikakerfi. CCP þróar Gunjack Next sem verður sjálfstætt framhald af leiknum EVE Gunjack. Nýi leikurinn verður eingöngu þróaður fyrir nýkynnta vöru Google, Daydream, en sá sýndarveruleikabúnaður verður kynntur til sögunnar í haust.
CCP hefur vaxið og dafnað. Á síðasta ári fjárfesti einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates, 30 milljónir dala í fyrirtækinu. Félag mitt, Novator, tók einnig þátt í þeirri fjárfestingu. Ætlunin með þeirri hlutafjáraukningu var að styrkja enn frekar stöðu CCP á sviði sýndarveruleika. Samningurinn við Google er sannarlega mikilvægur bautasteinn á þeirri leið.
Novator hefur verið einn burðarfjárfesta í CCP frá ársbyrjun 2006.