Samson eina félagið sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta

Í rannsóknarskýrslu Alþingi segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um stöðu annarra félaga í minni eigu en Samson eignarhaldsfélag ehf. sem var tekið til gjaldþrotaskipa haustið 2008. Til upplýsingar er rétt að taka fram að ekkert annað félag á mínum vegum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

 

Í kafla 8.12.3.4 um skuldastöðu mína segir á bls. 218:

Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur hinn 7. október 2008 var Samson eignarhaldsfélagi ehf. veitt heimild til greiðslustöðvunar. Beiðni félagsins um framlengingu greiðslustöðvunar var synjað með úrskurði sama dómstóls, dags. 4. nóvember 2008 (mál nr. X-19/2008). Í kjölfarið óskaði stjórn félagsins eftir því við héraðsdóm Reykjavíkur að bú félagsins yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Fallist var á beiðnina. Í mars 2010 stóðu skipti enn yfir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu annarra félaga í eigu Björgólfs Thors.

Athugasemd við þennan kafla er svohljóðandi:

Ef rannsóknarnefnd Alþingis hefði kosið að ræða við Björgólf Thor hefði verið auðvelt að benda þeim á að ekkert annað félag á vegum Björgólfs Thors hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.