Var Straumur felldur til að koma á höggi?

Einn lesandi síðunnar sem var í hópi um 20 þúsund hluthafa í Straumi og vill ekki að nafn sitt komi fram spyr hvort ég telji að stjórnvöld hafi verið að koma á mig höggi með yfirtöku á bankanum í mars 2009 og hvort hluthafar geti krafið stjórnvöld um skaðabætur. Þetta eru athyglisverðar spurningar. Það koma fram vísbendingar um undarlegar ástæður stjórnvalda fyrir yfirtöku bankans í sagnfræðilegri samantekt sem unnin var um fall Straums og birt er hér á vefnum. Þá samþykktu kröfuhafar Straums í júlí sl. nauðasamninga sem fela í sér að tryggðar kröfur fást að fullu greiddar og að almennir kröfuhafar geti vænst að um helmingur verði endurheimtur. Þetta er óvenju hátt hlutfall endurheimta sem styður það sem áður var sagt um styrk bankans. Í ljósi þessa er eðlilegt að fyrrum hluthafar í Straumi skoði stöðu sína. 

Bréfi frá lesanda síðunnar var svohljóðandi:

Góðan daginn Björgólfur Thor, Ég er einn af þeim sem tapaði stórum hluta mínum sparnaði í hruninu, ég átti stærsta hlutann af mínum sparnaði í Staum, ég er gríðarlega ósáttur við hvernig stjórnvöld og FME fórum með Straum. Er einhver möguleiki að hægt sé að krefja ríkið skaðarbætur vegna yfirtöku FME á Straum, það sjá það allir að Staumur var aldrei gjaldþrota. Þó svo að þessi spurning hjómi illa (tek það skýrt fram að ég hef alltaf haft mikla trú á þér og er það ennþá) voru ekki stjórnvöld að koma höggi á þig persónulega með þessari rugl yfirtöku eða ráni? Eða getur þú sagt mér hver var ástaðan þess að Straumur var tekinn yfir? Annars vil ég hrósa þér fyrir þessari síðu og þeirra góðu starfa sem þú hefur unnið hér á landi. Kveðja, …….. p.s. ég vil ekki að nafnið mitt komi fram vegna þeirra starfa sem ég vinn við.

Ég vil þakka bréfritara fyrir þessar línur. Þetta eru athyglisverðar spurningar. Það koma fram vísbendingar um undarlegar ástæður stjórnvalda fyrir yfirtöku bankans í sagnfræðilegri samantekt sem unnin var um fall Straums og birt er hér á vefnum. Þar kemur einnig fram hjá sagnfræðingnum sem vann skýrsluna að afar erfitt hafi verið að fá upplýsingar frá opinberum aðilum um málefnalegar ástæður fyrir ákvörðunum sem teknar voru. Það er því alveg ljóst að skýringar opinberra aðila á yfirtöku Straums eru ófullnægjandi.

Kröfuhafar Straums samþykktu í júlí sl. nauðasamninga sem fela í sér að tryggðar kröfur fást að fullu og að almennir kröfuhafar geti vænst að um helmingur verði endurheimtur. Það er óvenju hátt hlutfall endurheimta sem styður það sem fram kemur hér á vefnum um styrk bankans. Í ljósi þessa er eðlilegt að fyrrum hluthafar í Straumi skoði stöðu sína.