Mikill innri vöxtur og 18 yfirtökur

Frá árinu 1999 til 2008 óx Actavis hratt, – frá því að vera íslenskt lyfjafyrirtæki með 146 starfsmenn og um 57 milljónir evra í tekjur yfir í fimmta stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi með um 10 þúsund manns í vinnu í um 40 löndum og með árstekjur um 2 milljarða evra.

No-of-empl

Heimild: Óopinber samantekt Merrill Lynch bankans um Actavis frá janúar 2009

Strax eftir að Björgólfur Thor Björgólfsson varð kjörinn formaður stjórnar Pharmaco árið 2000 markaði félagið skýra stefnu um alþjóðvæðingu og hraðan vöxt. Sú stefnumótun kallaði á yfirtökur en forsendur þeirra var öruggur innri vöxtur félagsins, þ.e. að fyrirtækið sjálft skapaði næg verðmæti til að hafa efni á yfirtökum. Þetta gekk eftir. Félagið skilaði góðum hagnaði á hverju ári þrátt fyrir umrótið sem fylgdi röð uppkaupa á öðrum fyrirtækjum. Mikivægustu áfangarnir voru tvímælalaust sameining Pharmaco og Balkanpharma í Búlgaríu, kaupin á Fako í Tyrklandi árið 2004 og kaupin á Amid og Alpharma í Bandaríkunum 2005. Samtals voru yfirtökurnar 18.

Yfirlit yfir helstu fyrirtækjakaup Actavis / Pharmaco 1999 – 2008:

Main-acq

Heimild: Óopinber samantekt Merrill Lynch bankans um Actavis frá janúar 2009

Markmiðið með stækkun Actavis var að ná styrk til að keppa við þá stærstu, stækka sölu- og markaðssvæði og ná fótfestu á þeim mörkuðum þar sem efirspurnin eftir samheitalyfjum ykist hraðast, breikka vöruúrval og brjótast inn á sérmarkaði með verðmætari afurðir og að síðustu að lækka framleiðslukostnað og auka hagkvæmni í rekstri. Þetta gekk eftir.