Actavis er að fullu í höndum hluthafa.

Íslenskir fjölmiðlar hafa í dag flutt fréttir um að Actavis sé á forræði lánardrottna og að til standi að þeir taki yfir meirihluta hlutafjár í félaginu. Þetta eru ósannindi og því sendi ég sem stjórnarformaður Actavis frá mér stuttorða yfirlýsingu.

Yfirlýsing vegna frétta á Íslandi um málefni Actavis Group:

Actavis er að fullu í höndum hluthafa. Núverandi stjórn félagsins, í umboði hluthafa, ræður stefnumótun og rekstri þess. Fréttir um annað eru rangar. Engin áform eru uppi um að lánardrottnar breyti skuldum félagsins í hlutafé eða eignist hlutafé í félaginu. Þá er rétt að fram komi að Actavis hefur undanfarið átt í mjög góðu samstarfi við lánardrottna félagsins um skuldastöðu þess og á enn.

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis Group.