Háskólasjóður í þágu HÍ – skref í átt að rannsóknarháskóla
Háskólasjóður Eimskipafélags var stofnaður þegar stór hópur Íslendinga í Vesturheimi skömmu eftir síðari heimsstyrjöld söfnuðu saman fé og keyptu hlutafé í Eimskipafélagi Íslands og gáfu Eimskipafélaginu. Vildu Vestur-Íslendingarnir með þessu í senn styðja við Háskóla Íslands og menntun ungmenna og við Eimskipafélag Íslands sem í huga þeirra var lífæð eyríkisins í miðju Atlandshafi. Þannig var frá málum gengið að stjórnendur Eimskips sátu í stjórn Háskólasjóðsins og fóru með hlutabréfaeign hans í félaginu. Til Háskólans rarnn arður bréfanna en verðmætaaukningin sat áfram í sjóðnum.
Þegar Björgólfur Thor Björgólfsson varð formaður stjórnar Burðarás sem þá fór með bréf Háskólasjóðs Eimskipafélagsins varð hann um leið formaður stjórnar Háskólasjóðs Eimskipafélagsins. Undirritaði hann ásamt rektor Háskóla Íslands, Páli Skúlasyni, í febrúar 2005 viljayfirlýsingu um breytingar á sjóðnum sem m.a. fólu í sér að sjóðurinn stórjók styrki til nemenda og studdi við byggingu Háskólatorgs á lóð Háskólans. Við það tækifæri sagðir háskólarektor að þar væri
„… stigið eitt stærsta skref í því að gera Háskóla Íslands að alvöru alþjóðlegum rannsóknarháskóla”.
Ný stjórn lét ekki sitja við orðin tóm og ákvað að losa um verðmæti í sjóðnum og seldi hlutabréfin í Eimskip og fól sjóðinn eignaumsýslu Landsbankans til umsjónar. Háskólasjóður Eimskip styrkti byggingu Háskólatorgs um 500 milljónir króna og var torgið vígt árið 2008. Sjóðurinn veitti doktorsnemum við Háskóla Íslands í fyrsta sinn styrki árið 2006 og í árslok 2008 hafði sjóðurinn veitt yfir fimmtíu nemum styrki að fjárhæð samtals 143 milljónir króna. Eins og fram kemur í tilkynningu sem send var fráfarandi stjórn sjóðsins í árslok 2008 kemur fram að þrátt fyrir útborganir að fjárhæð yfir 643 millljónir og hrun íslenska bankakerfisins var sjóðurinn ennþá um 80% verðmætari en hlutabréfeign hans í Eimskipi þegar breytingar urðu í eigendahópi félagsins árið 2003 og nærri jafnstór og hann var árið 2005 þegar bréf hans í Eimskip voru seld.