Novator bauð hæst, 650 milljónir króna

Þann 8. febrúar 2007 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur að taka tilboði Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í húsið að Fríkirkjuvegi 11. Alls bárust Borgarráði 4 tilboð en tilboð Novators um kaupverð að fjárhæð 650 milljónir króna var samþykkt með atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Það var síðan 7. maí sama ár sem að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ganga frá sölunni og greiddi þáverandi borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon, atkvæði með sölunni.

Fjármögnun kaupanna var sem hér segir:

  • Kaupverð:       650.000.000kr
  • Eigið fé:           400.000.00kr, eða 61,5%
  • Lánsfé:            250.000.000kr, eða 38,5%