Halldór segir forgangskröfur í bú Landsbankans hærri en hinna bankanna
Halldór J. Kristjánsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar kennir ýmissa grasa um Icesave og samskipta Landsbankans við hollensk yfirvöld. Athygli mína vakti helst sú fullyrðing hans að forgangskröfur í þrotabú Landsbankans eru hlutfallslega meiri en í hina viðskiptabankana tvo. Hann segir m.a.: „Vænt endurheimtuhlutfall krafna á hendur Landsbankanum er meðal þess sem best verður meðal íslenskra banka. Ályktanir um gæði eigna út frá því sem verður til greiðslu skuldabréfakrafna, erlendra vogunarsjóða og banka, eru rangar vegna þess að rétthærri kröfur eins og innlán voru hlutfallslega hærri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum bönkum.“
Halldór J. Kristjánsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar kennir ýmissa grasa um Icesave og samskipta Landsbankans við hollensk yfirvöld. Þar segir hann m.a.
„Nauðsynlegt er að leiðrétta rangfærslur í opinberri umræðu um Icesave, þ.m.t. nýlegar yfirlýsingar fulltrúa Seðlabanka Hollands.Innlánastarfsemi Landsbankans utan Íslands var ekki hafin sem viðbrögð við erfiðleikum í annarri fjármögnun, heldur sem eðlileg áhættudreifing í fjármögnun.
Ekki var verið að sækja fjármagn í nýju landi einu og sér heldur var ávallt verið að fylgja eftir bankastarfsemi sem þegar var hafin með útlánum til fyrirtækja sem störfuðu í viðkomandi landi.
Móttaka innlána í Hollandi vorið 2008 fól í sér framkvæmd á langtímastefnumótun. Útlán til fyrirtækja í Hollandi hófust tveim árum áður eða árið 2006Seðlabanki Hollands gerði engar athugasemdir varðandi innlánsstarfsemina, sem reyndar var byggð á sama grunni og alþjóðleg innlánsstarfsemi hollenska bankans ING, fyrr en í ágúst 2008. Um leið og Seðlabanki Hollands kallaði eftir tillögum bauðst Landsbankinn til að greiða allt sem safnaðist eftir þann dag inn á tryggingarreikning hjá Seðlabanka Hollands. (Samtals EUR 600m eða rúmir 100 milljarðar ISK.) Fulltrúar Seðlabanka Hollands hafa í engu vikið að þessu ábyrga tilboði Landsbankans sem var ekki einu sinni svarað. Engar upplýsingar voru veittar sem breyttu þessu.Áhyggjur seðlabankastjórans lutu að stöðu íslensks efnahagslífs og stærð fjármálakerfisins í heild og ekki að Landsbankanum sérstaklega. Hann tók að eigin frumkvæði fram að ef kerfislægir erfiðleikar kæmu upp væri staða tryggingasjóða innlána ekki til umræðu, því þeim væri ekki ætlað hlutverk við þær aðstæður.“
Þá vekur athygli fullyrðing Halldórs að forgangskröfur í þrotabú Landsbankans eru hlutfallslega meiri en í hina viðskiptabankana tvo. Hann segir m.a.: „Vænt endurheimtuhlutfall krafna á hendur Landsbankanum er meðal þess sem best verður meðal íslenskra banka. Ályktanir um gæði eigna út frá því sem verður til greiðslu skuldabréfakrafna, erlendra vogunarsjóða og banka, eru rangar vegna þess að rétthærri kröfur eins og innlán voru hlutfallslega hærri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum bönkum.“
Hérna svarar Halldór J. Kristjánsson talsmönnum annarra banka sem hafa ranglega reynt að koma því inn hjá almenningi á Íslandi að eignir sem eftir hafi staðið í Landsbankanum hafi rýrnað meira en annarra banka. Því var akkúrat á hinn veginn farið.