Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Ég óska öllum gestum vefjarins www.btb.is og fjölskyldum þeirra og vinum gleðilegra jóla. Þá óska ég þeim sem og Íslendingum öllum farsældar á nýju ári og ég þakka samskptin á árinu sem er að líða. Eins og mörg undanfarin ár var 2010 viðburðaríkt. Á þessu ári skýrðist margt – bæði hvað varðar fortíð og framtíð, og á það jafnt við um mig og vonandi allt íslenskt samfélag. Við breytum ekki fortíð en við getum haft áhrif á framtíðina. Og eins og góður maður sagði eitt sinn; framtíðin byrjar núna. Lifið heil.