Björgólfur Thor Björgólfsson

Fréttir

Dauðinn endanlega staðfestur - 21.9.2015 Fréttir

Nú er endanlega búið að staðfesta dauða gömlu Icesave-grýlunnar. Jarðarför hennar fór næstum fram í kyrrþey, a.m.k. sé miðað við þær upphrópanir, formælingar og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.


Á föstudag var greint frá því að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta greiðir Bretum og Hollendingum 20 milljarða króna. Þeir peningar eru til í fórum Tryggingasjóðsins og var að mestu safnað í sjóðinn fyrir fall íslensku bankanna haustið 2008.

Stærsti áfangi í Icesave-málinu náðist í janúar 2013, þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í málinu. Sú niðurstaða kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar mjög á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um að eigur Landsbankans dygðu fyrir Icesave-kröfunum. Ég benti fyrst á þetta haustið 2008, í viðtali við Kompás og lagði áherslu á mikilvægi þess að haldið yrði vel utan um eigur bankans, til að tryggja sem bestar heimtur.

Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og  ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil.

Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.


Dæmt eftir einhliða gögnum - 27.8.2015 Fréttir

Ég ritaði annað bréf til RÚV ohf. í byrjun þessarar viku og ítrekaði óskir mínar um afsökunarbeiðni frá stofnuninni vegna meiðandi umfjöllunar Kastljóss 23. júní sl. Áður hafði mér borist bréf frá ritstjóra Kastljóss og fréttamanni, en af því mátti ráða að aldrei var ætlunin að kynna sjónarmið beggja aðila í þættinum enda ganga ritstjórinn og fréttamaðurinn svo langt í bréfinu að fullyrða að sekt mín sé sönnuð.


Lesa meira

Áhugaverðar endurbætur á Fríkirkjuvegi - 9.7.2015 Fréttir

Margt áhugavert hefur komið í ljós við endurbætur á Fríkirkjuvegi 11. Framkvæmdir hófust þar í vor, en reiknað er með að húsið verði komið í upprunalegt horf að utan í haust. Þá hefjast framkvæmdir innan dyra, en þær munu taka drjúgan tíma enda verður leitast við eftir fremsta megni að varðveita þær menningarsögulegu minjar, sem felast í húsinu.
Lesa meira

Hvorki sanngirni né hlutlægni hjá RÚV - 3.7.2015 Fréttir

Ég sendi bréf á stjórn Ríkisútvarpsins fyrir nokkrum dögum og krafðist opinberrar afsökunarbeiðni frá stofnuninni vegna Kastljóss-þáttar þriðjudaginn 23. júní sl. Ég tel RÚV hafa brotið þau lög sem gilda um stofnunina með því að beita ófaglegum vinnubrögðum, láta sanngirni og hlutlægni lönd og leið og láta ógert að leita upplýsinga frá báðum aðilum eða kynna sjónarmið þeirra sem jafnast. Umfjöllunin var meiðandi og til þess fallin að valda mér tjóni.

Lesa meiraAthyglisvert

Frá bankahruni til byltingar

Vanmat eða vanþekking - Kaupþingi treyst en Landsbankinn tortryggður - Umsögn um bók Árna Matt

Salan á VÍS

Salan á VÍS kallaði á margar spurningar! Fátt um svör.

Gjaldeyrisviðskipti

Fyrirtæki tengd Björgólfi Thor keyptu íslenskar krónur fyrir 400 milljónir evra

Peningar til og frá Íslandi

Lesið um hverjir komu með peninga til Íslands á árunum 2002 - 2007

Samningurinn um einkavæðingu LÍ

Lesið samninginn

um kaup Samson á hlut ríkisins í Landsbankanum frá 2003

Fall Straums óútskýrt

Afhverju fékk Straumur ekki að fara í greiðslustöðvun?
Atburðarás

Aðdragandi hrunsins á Íslandi

Hver sagði hvað? Hver gerði hvað?

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.