Björgólfur Thor Björgólfsson

Fréttir

13 milljarðar til gagnavers Verne Global - 12.1.2015 Fréttir

Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala, eða um 13 milljarða króna. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni.

Verne Global mun nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð.  Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum.

Fjárfestingarfélag mitt, Novator, átti frumkvæði að stofnun Verne Global um mitt ár 2007 ásamt bandaríska fjárfestingasjóðnum General Catalyst. Þessir fjárfestar urðu fyrstir til að setja fé í alþjóðlegt gagnaver á Íslandi. Í janúar 2010 bættist Wellcome Trust í hópinn og varð stærsti einstaki hluthafinn – og er enn. Wellcome Trust er gríðarlega öflugur fjárfestir, en sjóðurinn er annar stærsti bakhjarl rannsókna í líf- og læknisfræði í heimi.

Hlutur Novators minnkaði um tíma, en þrátt fyrir þá erfiðleika sem efnahagshrun hafði óhjákvæmilega í för með sér tókst félaginu að styðja við bakið á gagnaverinu og er nú aftur stór hluthafi, með um 22% eignarhlut. Wellcome Trust er stærsti einstaki hluthafinn, sem fyrr sagði, með um 27% hlut, þar næst kemur íslenski lífeyrissjóðahópurinn með 25% hlut. Genereral Catalyst heldur á um 11%, en hlutur stjórnenda er nú um 15%.

Hlutur Novators í þessari tæplega 100 milljón dala fjárfestingu nemur um 30 miljónum dala, eða tæpum 4 milljörðum króna. Það er mikið ánægjuefni að geta fylgt félaginu svo vel eftir á vegferð þess. Frá upphafi hefur verið ljóst, að hér á landi væru einstakar aðstæður til að reka gagnaver – og eftirspurn eftir þeirri starfsemi hefur vaxið hröðum skrefum. Hlutafjáraukningin nú skýtur sterkari stoðum undir félagið og gerir því kleift að byggja áfram á þeim góða árangri sem náðst hefur.

Tæplega 13 milljarða hlutafjáraukning Verne Global hefur vakið athygli fjölmiðla í dag og þegar verið um hana fjallað á VB.isMbl.is, Vísi.is og Kjarnanum

Erlendir fjölmiðlar fjalla um uppgjörið - 17.12.2014 Fréttir

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sýnt bókinni Billions to Bust - and Back töluverðan áhuga. Þeir eru dálítið seinni til en þeir íslensku, en þó hafa þegar birst nokkrar greinar og viðtöl og fleiri eru í burðarliðnum.

Lesa meira

Umfjöllun um uppgjör - 5.12.2014 Fréttir

Bók mín Billions to Bust – and Back er nú komin í verslanir á Íslandi. Ég get ekki kvartað undan skorti á áhuga á henni hingað til, töluvert hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum og birtir bókarkaflar og viðtöl við mig.  Þá er hún einnig komin í verslanir í Bretlandi og þar telja menn einnig ástæðu til að vekja athygli á henni. Hin þekkta verslanakeðja WHSmith býður hana til sölu í verslunum sínum á flugvöllum og lestarstöðvum, svo dæmi sé tekið. Á Íslandi er hana að finna í verslunum Eymundsson og e.t.v. víðar.

Lesa meira

UPPGJÖR - 28.11.2014 Fréttir

Í bókinni Billions to Bust – and Back geri ég upp alla viðskiptasögu mína til þessa dags. En ekki aðeins viðskiptasöguna. Ég fer allt aftur til bernsku, fjalla um fjölskylduna, rek mál sem höfðu mikil áhrif á mig, reyni að varpa ljósi á það andrúmsloft sem ríkti í Pétursborg í Rússlandi þann áratug sem ég starfaði þar, fjalla um einkavæðingu Landsbankans, kaup og sölu fyrirtækja á meginlandi Evrópu, uppbyggingu nýrra fyrirtækja, hrunið haustið 2008 og eftirköst þess. Skuldauppgjör mitt við alla lánardrottna fær að sjálfsögðu sinn sess í bókinni, en hún fjallar þó ekki eingöngu um fjárhagslegt uppgjör, heldur ekki síður persónulegt uppgjör.

Lesa meiraAthyglisvert

Frá bankahruni til byltingar

Vanmat eða vanþekking - Kaupþingi treyst en Landsbankinn tortryggður - Umsögn um bók Árna Matt

Salan á VÍS

Salan á VÍS kallaði á margar spurningar! Fátt um svör.

Gjaldeyrisviðskipti

Fyrirtæki tengd Björgólfi Thor keyptu íslenskar krónur fyrir 400 milljónir evra

Peningar til og frá Íslandi

Lesið um hverjir komu með peninga til Íslands á árunum 2002 - 2007

Samningurinn um einkavæðingu LÍ

Lesið samninginn

um kaup Samson á hlut ríkisins í Landsbankanum frá 2003

Fall Straums óútskýrt

Afhverju fékk Straumur ekki að fara í greiðslustöðvun?
Atburðarás

Aðdragandi hrunsins á Íslandi

Hver sagði hvað? Hver gerði hvað?

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.