Björgólfur Thor Björgólfsson

Fréttir

Hæstiréttur vísar hópmálsókn frá - 3.5.2016 Fréttir

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.

Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.

Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra.  Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig.  Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið.

Leiðin að lífsgæðum þjóða - 28.4.2016 Fréttir

Ráðstefnan „Social Progress – What works?“ verður haldin í Hörpu í dag, fimmtudag. Þar munu fjölmargir fræðimenn ræða nýjan mælikvarða til að meta gæði samfélagsinnviða. Slíkar mælingar eru tiltölulega nýjar af nálinni en löngu tímabærar því þær gefa mun heildstæðari mynd af samfélögum en þegar rýnt er í eintómar hagtölur. Fyrirtæki mitt, Novator, er stoltur styrktaraðili ráðstefnunnar.


Lesa meira

Héraðsdómur vísar hópmálsókn frá dómi - 9.3.2016 Fréttir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli sem hópmálsóknarfélag höfðaði á hendur mér. Í úrskurðinum kemur fram að ekki liggi fyrir að félagsmenn í hópmálsóknarfélaginu eigi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfum sínum og að kröfugerð þeirra feli eingöngu í sér beiðni um álit á lögfræðilegu efni án þess að fyrir liggi að hún sé nauðsynleg til úrlausnar á ákveðnum kröfum.

Lesa meira

Félagsleg samkeppnishæfni þjóða - 24.2.2016 Fréttir

Margir fremstu vísinda- og fræðimanna heims á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar fyrirtækja koma saman á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu hinn 28. apríl nk. Þar fer fremstur í flokki Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla, en hann er talinn einn áhrifamesti hugsuður heims á sviði viðskipta. Fyrirtæki mitt, Novator, er stoltur styrktaraðili ráðstefnunnar og ég hlakka til að heyra framlag fræðimannanna um nýja aðferð til að meta samfélög manna.

Lesa meiraAthyglisvert

Frá bankahruni til byltingar

Vanmat eða vanþekking - Kaupþingi treyst en Landsbankinn tortryggður - Umsögn um bók Árna Matt

Salan á VÍS

Salan á VÍS kallaði á margar spurningar! Fátt um svör.

Gjaldeyrisviðskipti

Fyrirtæki tengd Björgólfi Thor keyptu íslenskar krónur fyrir 400 milljónir evra

Peningar til og frá Íslandi

Lesið um hverjir komu með peninga til Íslands á árunum 2002 - 2007

Samningurinn um einkavæðingu LÍ

Lesið samninginn

um kaup Samson á hlut ríkisins í Landsbankanum frá 2003

Fall Straums óútskýrt

Afhverju fékk Straumur ekki að fara í greiðslustöðvun?
Atburðarás

Aðdragandi hrunsins á Íslandi

Hver sagði hvað? Hver gerði hvað?

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.