Björgólfur Thor Björgólfsson

Fréttir

Áhugaverðar endurbætur á Fríkirkjuvegi - 9.7.2015 Fréttir

Margt áhugavert hefur komið í ljós við endurbætur á Fríkirkjuvegi 11. Framkvæmdir hófust þar í vor, en reiknað er með að húsið verði komið í upprunalegt horf að utan í haust. Þá hefjast framkvæmdir innan dyra, en þær munu taka drjúgan tíma enda verður leitast við eftir fremsta megni að varðveita þær menningarsögulegu minjar, sem felast í húsinu.

Til að húsið verði sem næst upprunalegri mynd sinni hefur málning innan dyra og utan verið greind. Með því að fara í gegnum hvert lagið af öðru hefur verið hægt að greina hvernig upprunalegir litir voru. Málningin verður pöntuð frá verksmiðju í Noregi, sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á eins litum og notaðir voru fyrir rúmri öld. Þá hefur t.d. verið tekin mynd af upprunalegu gleri í annarri hurðinni úr forstofu inn á gang. Sú mynd verður notuð til að framleiða aðra slíka rúðu í hina hurðina, en hún brotnaði fyrir langa löngu.
Það verður gaman að sjá húsið smám saman taka á sig upprunalega mynd og áreiðanlega mikil prýði að því í miðborginni þegar dúkaðir vinnupallarnir verða fjarlægðir í haust.
Morgunblaðið kom í heimsókn á Fríkirkjuveginn og fékk margvíslega fróðleik frá Ásgeiri Ásgeirssyni arkitekt. Grein birtist í blaðinu miðvikudaginn 8. júlí og sama dag birtist allítarlegt myndband á mbl.is. Ég hvet lesendur til að kynna sér þessar framkvæmdir og er þess fullviss að borgarbúar munu fagna því að eiga þess kost að ganga þarna um sali á ný.

Hvorki sanngirni né hlutlægni hjá RÚV - 3.7.2015 Fréttir

Ég sendi bréf á stjórn Ríkisútvarpsins fyrir nokkrum dögum og krafðist opinberrar afsökunarbeiðni frá stofnuninni vegna Kastljóss-þáttar þriðjudaginn 23. júní sl. Ég tel RÚV hafa brotið þau lög sem gilda um stofnunina með því að beita ófaglegum vinnubrögðum, láta sanngirni og hlutlægni lönd og leið og láta ógert að leita upplýsinga frá báðum aðilum eða kynna sjónarmið þeirra sem jafnast. Umfjöllunin var meiðandi og til þess fallin að valda mér tjóni.

Lesa meira

Tugmilljóna kostnaður lagður á hluthafa - 24.6.2015 Fréttir

Lögmenn í Reykjavík hafa stofnað málsóknarfélag um mál gegn mér. Lögmennirnir hafa um margra ára skeið velkst með málið, án þess að nokkuð markvert hafi komið fram. Lögmennirnir hafa borið háar þóknanir úr býtum.


Lesa meira

Breytt afstaða Árna Mathiesen - 21.5.2015 Fréttir

Fyrir nokkru ritaði ég bréf til Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og fór fram á að hann drægi til baka ummæli um mig, sem höfð eru eftir honum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.


Lesa meiraAthyglisvert

Frá bankahruni til byltingar

Vanmat eða vanþekking - Kaupþingi treyst en Landsbankinn tortryggður - Umsögn um bók Árna Matt

Salan á VÍS

Salan á VÍS kallaði á margar spurningar! Fátt um svör.

Gjaldeyrisviðskipti

Fyrirtæki tengd Björgólfi Thor keyptu íslenskar krónur fyrir 400 milljónir evra

Peningar til og frá Íslandi

Lesið um hverjir komu með peninga til Íslands á árunum 2002 - 2007

Samningurinn um einkavæðingu LÍ

Lesið samninginn

um kaup Samson á hlut ríkisins í Landsbankanum frá 2003

Fall Straums óútskýrt

Afhverju fékk Straumur ekki að fara í greiðslustöðvun?
Atburðarás

Aðdragandi hrunsins á Íslandi

Hver sagði hvað? Hver gerði hvað?

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.