Björgólfur Thor Björgólfsson

Fréttir

UPPGJÖR - 28.11.2014 Fréttir

Í bókinni Billions to Bust – and Back geri ég upp alla viðskiptasögu mína til þessa dags. En ekki aðeins viðskiptasöguna. Ég fer allt aftur til bernsku, fjalla um fjölskylduna, rek mál sem höfðu mikil áhrif á mig, reyni að varpa ljósi á það andrúmsloft sem ríkti í Pétursborg í Rússlandi þann áratug sem ég starfaði þar, fjalla um einkavæðingu Landsbankans, kaup og sölu fyrirtækja á meginlandi Evrópu, uppbyggingu nýrra fyrirtækja, hrunið haustið 2008 og eftirköst þess. Skuldauppgjör mitt við alla lánardrottna fær að sjálfsögðu sinn sess í bókinni, en hún fjallar þó ekki eingöngu um fjárhagslegt uppgjör, heldur ekki síður persónulegt uppgjör.

Fjárhagslegt uppgjör reyndi auðvitað verulega á, en hið persónulega reyndist þó miklu erfiðara. Ég var staðráðinn í að læra mína lexíu af hruninu. Ég gerði ýmis mistök og verð að horfast í augu við þau, segja söguna alla og draga ekkert undan. Það var mér líka hvatning við ritun bókarinnar að svo margri vitleysunni hefur verið haldið fram um mig og viðskipti mín að ég varð að freista þess að leiðrétta það bull.

Bókin kemur út á ensku, en íslensk þýðing hennar kemur í verslanir snemma árs 2015.

Skuldauppgjöri lokið - 7.8.2014 Fréttir

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Novator:

Heildaruppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjárfestingarfélags hans, Novators, við innlenda og erlenda lánardrottna er nú lokið. Heildarfjárhæð greidd til lánardrottna er um 1.200 milljarðar króna,  þar af hafa íslenskir bankar og dótturfélög þeirra nú alls fengið greidda rúma 100 milljarða króna. Allar greiðslur voru í erlendri mynt. 
Lesa meira

Skuggi múrmeldýrsins - 19.5.2014 Fréttir

Hátt í sex árum eftir fall bankanna og fjórum árum eftir útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ganga sömu vitleysurnar enn ljósum logum í umræðunni. Höfundur nýjustu hrunbókarinnar dregur ekkert af sér. Bók hans hverfist að sönnu um fyrrverandi forsætisráðherra, en ýmis stórmál eru afgreidd snaggaralega – og ranglega.

Lesa meira

Skuldabréf Play eftirsótt - 14.2.2014 Fréttir

Viðskiptablaðið greindi í vikunni frá skuldabréfaútboði fjarskiptafyrirtækisins Play í Póllandi. Mikil eftirspurn var eftir bréfunum og varð niðurstaðan sú að gefa út skuldabréf upp á 900 milljónir evra, jafnvirði 130-140 milljarða króna.

Lesa meiraAthyglisvert

Frá bankahruni til byltingar

Vanmat eða vanþekking - Kaupþingi treyst en Landsbankinn tortryggður - Umsögn um bók Árna Matt

Salan á VÍS

Salan á VÍS kallaði á margar spurningar! Fátt um svör.

Gjaldeyrisviðskipti

Fyrirtæki tengd Björgólfi Thor keyptu íslenskar krónur fyrir 400 milljónir evra

Peningar til og frá Íslandi

Lesið um hverjir komu með peninga til Íslands á árunum 2002 - 2007

Samningurinn um einkavæðingu LÍ

Lesið samninginn

um kaup Samson á hlut ríkisins í Landsbankanum frá 2003

Fall Straums óútskýrt

Afhverju fékk Straumur ekki að fara í greiðslustöðvun?
Atburðarás

Aðdragandi hrunsins á Íslandi

Hver sagði hvað? Hver gerði hvað?

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.