Frá íslenskri heildsölu til alþjóðlegs lyfjarisa

 

Helstu áfangar á leið Actavis (Pharmaco) inn á alþjóðamarkað samheitalyfja:

1956      Pharmaco stofnað

1972      Lyfjaframleiðsla hefst á Íslandi

1999      Pharmaco fjárfestir ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni í Balkanpharma í Búlgaríu.

               Þar rugla Björgólfur Thor og Pharmaco reitum saman í fyrsta sinn.

2000      Pharmaco og Balkanpharma sameinast undir merkjum Pharmaco og eigendur Balkanpharma fá 

               greitt í hlutabréfum í Pharmaco.

2000      Björgólfur Thor Björgólfsson verður formaður stjórnar

2002      Ný og afkastamikil lyfjaverksmiðja tekin í notkun í Dupnitza í Búlgaríu.

2002      Pharmaco selur þann hluta íslensku starfseminnar sem annaðist innflutning á lyfjum og dreifingu

                innanlands.

2002      Pharmaco kaupir íslenska lyfjaframleiðslufyrirtækið Delta og sameinast félögin í september.

2004      Félaginu gefið nafnið Actavis og jafnframt er kynnt nýtt vörumerki.

2004      Aðgangur tryggður að lyfjamarkaðinum í Tyrklandi með yfirtöku á þarlenda fyrirtækinu Fako.

2005      Aðgangur opnast að lyfjamarkaði í Norður-Ameríku með yfirtökum á lyfjafyrirtækjunum Amide og

               Alpharma.

2007      Félög undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar taka yfir allt hlutafé í Actavis. Félagið afskrifað í

               Kauphöll Íslands.

2012     Watson Pharmaceuticals kaupir Actavis. Sameinað fyrirtæki, undir nafni Actavis, er þriðja stærsta

             samheitalyfjafyrirtæki heims.

 

 Actavis-helstu-afangar