Samson og íslenska krónan

Frétt Viðskiptablaðsins (sem enginn veit hver á) um að Samson hafi veðjað gegn íslensku krónunni og birt var í lok nóvember 2009 á ekki við rök að styðjast. Það er ekki stöðutaka gegn gjaldmiðli að gera gjaldeyrisskiptasamning þegar lán eru tekin í einni mynt en veð á móti eru í annari eins og raunin var á varðandi lán Samson hjá erlendum banka.

Í Viðskiptablaðinu (sem óvíst er hver á) kemur fram í frétt í lok nóvember að Samson hafi fengið átta milljarða króna að láni frá suður-afrískum banka og þar sem lánið hafi verið gengistryggt liggi ljóst fyrir að Samson hafi veðjað gegn íslensku krónunni. Þarna er viljandi eða óviljandi verið að draga rangar ályktanir. Það er rétt að Samson gerði lánasamning við hinn suður-afríska Standard Bank. Miðað við gengi dagsins í dag nam lánið nærri átta milljörðum íslenskra króna. Lánið var í evrum með veðum í hlutabréfum í Landsbanka Íslands en viðskipti með þau eru í íslenskum krónum. Því var gerður gjaldeyrisskiptasamningur sem tryggði að breytingar á gengi krónunnar gagnvart evrunni hefðu ekki áhrif á lán og veð. Hér var því ekki um veðmál gegn krónunni að ræða heldur fjármögnun í sama gjaldmiðli og veðlagið.

Lesendur sem eru áhugasamir um stöðutöku íslensku bankanna gegn krónunni geta lesið meira hér.