Ógagnsæ stjórnsýsla

Á meðan einkavæðing bankanna stóð yfir fluttu íslenskir fjölmiðlar fréttir af  gangi máli. Þá kom skýrt fram hjá Björgólfi Thor að honum þótti ferlið óljóst. Eftir sölu bankanna fjölluðu fjölmiðlar oft og ítarlega um einkavæðingu ríkisbankanna. Þekktust er úttekt Fréttablaðsins frá 2005 en þá hafa einnig komið fram athyglisverðar upplýsingar og sjónarmið á allra seinustu misserum. Hvað sem segja má um markmið og tilgang stjórnvalda með einkavæðingunni þá er ljóst að allt ferlið var ógagnsætt sem og einstaka stjórnsýsluákvarðanir. Ferlið var á sínum tíma gagnrýnt jafnt af þáttakendum sem og utanaðkomandi aðilum.