Í gíslingu fortíðar

Staða islensku bankanna á árunum 2006 til 2008 var erfið. Að sumu leyti var hún erfiðari en annarra banka, að einhverju leyti áþekk og í sumum tilfellum skárri. Ljóst var þó að sú umgjörð sem alþjóðlegum bönkum var búin á Íslandi var farin að vinna gegn bönkum. Björgólfur Thor Björgólfsson varar við því að nútímalegum bönkum sé haldið í gíslingu fortíðar. Fyrrverandi bankastjórar Landsbankans fjalla um stöðu íslensku bankanna í skýrslu sinni. Þar segja m.a.:

“Vandamál, sem talin hafa verið séríslensk, eru því ekki einsdæmi og má finna dæmi um þau í öðrum smáum efnahagskerfum. Þar má nefna lánveitingar til skyldra aðila, stórar áhættuskuldbindingar og samþjöppunaráhættu í lánasöfnum. Íslenska þjóðarbúið var hins vegar sérstaklega viðkvæmt fyrir þessum vandamálum vegna hinnar sveiflukenndu og veiku myntar. Til að vinna gegn þeim hefði þurft meiri staðfestu í fyrirætlanir um að nýta orkulindir þjóðarinnar til verðmætasköpunar og útflutnings á seinni hluta árs 2007 og fyrri hluta árs 2008. Þá var erlend fjárfesting í bankakerfinu hverfandi og það leiddi til þess að eignarhald á bönkunum safnaðist á fárra hendur, auk þess sem erlendir greiningaraðilar hófu almennt ekki greiningu á stöðu íslensku bankanna frá sjónarmiði hlutafjáreignar (e. equity research), enda var áhugi erlendra fjárfesta ekki fyrir hendi. Íslenska krónan og tæknihindranir gerðu erlendum fjárfestum erfitt fyrir. Helstu alþjóðlegu bankar héldu hins vegar úti ítarlegri greiningu á íslensku bönkunum nærri alfarið á grundvelli skuldabréfaútgáfu (e. debt research) og mati á verðmæti skuldabréfa og þróun skuldatryggingaálags. Voru afar mikil og yfirgripsmikil samskipti við þessa greiningaraðila, m.a. í tengslum við hvert ársfjórðungsuppgjör.” (sjá bls.28 – 29).

Þarna vísa bankastjórarnir til þess mikla fjölda úttekta og skýrslna sem unnar voru um íslensku bankana sem voru jafnframt helstu upplýsingaveitur fjárfesta á borð við Samson sem reiddu sig ekki síður á matsskýrslur erlendra banka, matsfyrirtækja á borð við Moody’s og Fitch og umsagnir eftirlitsaðila en upplýsingar frá stjórnendum bankanna. Þó svo finna megi gagrýnisraddir í einstaka skýrslum er ekki með nokkrum hætti hægt að segja annað en að almennt hafi umsagnaraðilar vottað um heilbrigði og styrk íslensku bankanna og þar með talið Landsbankans. Engu að síður óskaði Landsbankinn eftir enn einni úttektinni upphafi árs 2008 eins og fram kemur í skýrslu bankastjóranna.

“Veikleikar kerfisins við þær erfiðu aðstæður sem voru að þróast allt árið 2008 urðu stjórnendum Landsbankans ljósir og af því tilefni fengu þeir hagfræðiprófessorana Willem Buiter og Anne Sibert til að vinna skýrslu um íslenska bankakerfið. Skýrslunni var skilað vorið 2008 og var hún kynnt helstu sérfræðingum í íslensku efnahagslífi sumarið 2008, m.a. fulltrúum stjórnvalda og Seðlabanka. Hún sýndi fram á veikleika íslenska hagkerfisins og töldu stjórnendur Landsbankans hyggilegast að koma þeim skilaboðum á framfæri við framámenn í íslensku stjórnkerfi. Skýrslan var ekki leyndarmál, þótt Landsbankinn hafi ekki haft frumkvæði að því að kynna hana almenningi og fjölmiðlum. Höfundar skýrslunnar töldu og rétt að haga kynningu hennar með þeim hætti.

Helstu niðurstöður Buiters og Siberts voru eftirfarandi:

1. Að hagkerfið væri viðkvæmt fyrir árásum spákaupmanna vegna hinnar smáu myntar, en hægt væri þó að bjarga íslensku bankakerfi með kostnaðarsömum aðgerðum sem væru ekki til stjórnmálalegra vinsælda fallnar.

2. Að stórt bankakerfi hentaði einungis hagkerfum með stórar og kerfislega mikilvægar myntir, þ.e. gjaldeyrisvarasjóðsmyntir heimsins, aðallega Bandaríkjunum og evrusvæðinu. Önnur hagkerfi, jafnvel hið svissneska og breska, væru ekki nægilega stór.

3. Að Ísland hefði tvo kosti: „Halda í íslensku krónuna og flytja erlenda hluta bankakerfisins yfir á evrusvæðið, eða halda hinum erlenda hluta á Íslandi og ganga í myntbandalagið og ESB.“

Allir íslensku bankarnir leituðust á þessum tíma við að grípa til einhverra aðgerða af þessu tagi. Aðstæður á erlendum mörkuðum voru hins vegar þannig að svigrúm til þess var afar takmarkað. Viðleitni bankanna í þessa veru er á allra vitorði, eins og sést í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Íslands frá því í nóvember 2008

 „UM LEIÐ OG AÐSTÆÐUR Á ERLENDUM MÖRKUÐUM VERSNUÐU Á FYRRI HLUTA ÁRSINS 2008 NÁÐI SKULDATRYGGINGAÁLAG BANKANNA ÁÐUR ÓSÉÐUM HÆÐUM. VIÐBRÖGÐ BANKANNA VIÐ ÞESSU VORU AÐ DRAGA ÚR ÚTLÁNAVEXTI, BÆTA LAUSAFJÁRSTÖÐU SÍNA, SKERA NIÐUR KOSTNAÐ, DRAGA ÚR ANNARRI STARFSEMI EN KJARNASTARFSEMI OG SEGJA UPP STARFSFÓLKI. EN MÖGULEIKI ÞEIRRA Á AÐ DRAGA ÚR SKULDSETNINGU VAR TAKMARKAÐUR VEGNA ALÞJÓÐAKREPPUNNAR.“

Af þessu má ráða að íslensku bankarnir hafi brugðist eðlilega við aðstæðum á árinu 2008 en aðstæður komu í veg fyrir frekari aðgerðir. Ljóst er að eigendur banka voru áhyggjufullir eins og kom skýrt fram hjá Björgólfi Thor í ræðu sinni á aðalfundi Straums vorið 2008. Þar bendir hann á erfiðleika fjármálafyrirtækja vegna peningastefnu Seðlabankans:

“The difficulties Straumur, and most other financial companies in Iceland are challenged by at present, are two folded. Firstly, we have been affected by the global liquidity crisis, – a development that was predictable but unavoidable in the light of the global surplus of capital in the last five years. Secondly, global economic trends seem to hit Iceland in a magnified proportion and so it has this time around, – a predictable development which we did our utmost to prepare for, – but as some things were beyond our control.

The Icelandic monetary system is the smallest independent one in the world. As such it is weak and volatile whereas other realms of business, trade and industry are more firmly and solidly integrated into the global economy. During the years of rapid growth of Iceland’s economy, its export industry and financial sector, the monetary system was weakened by constant rise of basic interest rate, – enabling traders solely buying and selling currencies with different rates to profit handsomely buying the Icelandic Krona. As of now these so called carry traders are thought to control over 800 billion Krona or nearly 75% of the country’s GNP. The demand for Krona maintains a high rate of the currency and over-rules the affect that the economical trends in Iceland should have on the rate of the currency.  In a report from autumn 2007 the International Monetary Fund argues that when the Krona Index was 115, the real value was 150 to 190. In other words; the IMF was predicting a devaluation of over 30% of the Krona. Last month’s devaluation of the Icelandic Krona of some 20% should therefore not have been a surprise and we should be expecting further adjustments of the currency.

We at Straumur have repeatedly warned all concerned and expressed our worries as sudden changes in demand of the Krona could have dramatic affects on the Icelandic financial sector and the country’s industry and economy at large.”

Jafnframt greinir hann tæpitungulaust frá því að Seðlabanki Íslands hafi staðið í vegi Straums þegar bankinn vildi grípa til aðgerða sem hann taldi nauðsynlegar til að takast á við aðsteðjandi vanda.

“The Board of Straumur has tried to protect the interest of shareholders by limiting the effect of Krona on the operations of the Bank and the shareholders’ value. First of all the Bank has hedged its operations in order to protect itself and meet predicted devaluation of the Krona. Secondly, is Straumur showing this year’s Annual Results denominated in Euros, rather than the Krona, – the first Icelandic bank to do so.  And in September last year The Board voted to execute a decision from AGM to change the denomination of Straumur’s share capital from Krona to Euro. For what in absence of transparency, seems to be bureaucratic and political reasons, the Central bank has hesitated in granting it’s permission to execute the transactions.

Denominating Straumur’s accounts and share capital in Euros instead of Krona is vital for the future of the Bank. It is important for the operations and interests of all shareholders to bring on the stability associated with a strong curreny, – it is important to our international investors to understand and trust the currency Straumur’s is traded in and not having to increase their risk with the Icelandic Krona. And we need foreign investors. They broaden our shareholders base, create stability in stock value and increase liquidity of shares.

If Straumur had been able to pursue its intention and start trading stock in Euros, we would have saved our shareholders the loss of 20% when the rate of Icelandic Krona fell earlier this year. This is very hard to accept.”

Undir lok ræðu sinnar kallar Björgólfur Thor á breytingar á peningastefnu íslenskra stjórnvalda og biður menn um að halda framtíðinni ekki í gíslingu fortíðar.

Skortur á yfirsýn

Í skýrslu Kaarlo Jannari frá því í mars 2009 er dregin fram sú staðreynd að skort hafi heildaryfirsýn á útlánaáhættu íslenskra banka af íslenskum viðskiptavinum. Stjórnendur bankanna gerðu sér væntanleg ekki grein fyrir því hve hinir fáu stóru hópar fjárfesta, – sem jafnframt vour helstu eigendur bankanna, skulduðu háar fjárhæðir í íslensku bönkunum. Þegar horft er í baksýnisspegilinn er skorturinn á þeirri yfirsýn helsta ástæðan fyrir því ofmati á íslenka bankakerfinu sem var í gangi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hrun fjármálakerfsins segir:

„Samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum var orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði á það við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka en jafnframt mynduðu sömu hópar stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum varð kerfisleg áhætta vegna útlána veruleg. Skýrasta dæmið um þetta er Baugur Group og tengd félög. Hæst námu útlán bankanna þriggja til þessa hóps við bankana þrjá um 5,5 milljörðum evra sem þá nam um 11% af öllum útlánum móðurfélaga bankanna og um 53% af samanlögðum eiginfjárgrunni þeirra. Fleiri hópar voru með verulegar skuldir við fleiri en einn banka: Exista, Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Ólafur Ólafsson. Áhætta vegna þessara aðila var nokkuðminni en Baugs og tengdra félaga.“

Það má því leiða að því rök að staða íslensku bankanna hafi á árunum 2007 og 2008 verið verri en eigendur og stjórnendur bankanna héldu og mat greiningar- og matsaðila sagði til um.