Einfaldur rekstur utan um miklar eignir

Samson var stofnað árið 2002 í aðdraganda einkavæðingar Landsbankans. Í upphafi og lengst af var eini tilgangur félagsins að halda utanum hlutabréf í Landsbanka Íslands. Á árunum 2005 og 2006 hóf félagið að fjárfesta í öðrum verkefnum og fór þar mest fyrir fasteignafélaginu Samson Properties. Rekstur félagsins var lengst af einfaldur enda seldi félagið t.d. aldrei hlutabréf í Landsbankaunum. Í kjölfar yfirtöku ríkisins á Landsbankanum í október 2008 óskuðu eigendur félagsins eftir því að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta sem Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þann 12. nóvember 2008.