Viðskipti erlendis : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Stundin leiðir lesendur á villigötur

Stundin fer með himinskautum í dag þegar blaðamenn þar draga ályktanir af svokölluðum Panama-skjölum. Svo virðist sem Stundin telji Panama-skjölin fullnægjandi til að rekja sig eftir flóknum viðskiptum og draga af þeim ályktanir. Samkvæmnin er þó ekki meiri en svo, að á einum stað fullyrðir Stundin að stórar fjárhæðir hafi einhvern veginn gufað upp, viðurkennir í næsta orði að ekki hafi tekist að rekja þá slóð sem blaðið taldi sig vera á og loks að það sé „ógerlegt að fullyrða nokkuð um hvaða eignir voru inni í þeim félögum“ sem fjallað er um.  Stundin fer með gamalt fleipur og villir um fyrir lesendum sínum. Ég hef fyrir löngu gert öll mín mál upp við kröfuhafa.

CCP starfar með Google

CCP hefur tekið upp samstarf við Google um þróun á nýjum leik fyrir sýndarveruleikakerfi. CCP þróar Gunjack Next sem verður sjálfstætt framhald af leiknum EVE Gunjack. Nýi leikurinn verður eingöngu þróaður fyrir nýkynnta vöru Google, Daydream, en sá sýndarveruleikabúnaður verður kynntur til sögunnar í haust.