Samfélagsmál : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Virðing og vönduð vinnubrögð

Framkvæmdir á Fríkirkjuveginum ganga vel. Þar eru úrvalsmenn við öll verk, enda mikilvægt að sýna þessu sögufræga húsi sem allra mestan sóma. Ég hlakka verulega til að sjá það fullbúið.

Leiðin að lífsgæðum þjóða

Ráðstefnan „Social Progress – What works?“ verður haldin í Hörpu í dag, fimmtudag. Þar munu fjölmargir fræðimenn ræða nýjan mælikvarða til að meta gæði samfélagsinnviða. Slíkar mælingar eru tiltölulega nýjar af nálinni en löngu tímabærar því þær gefa mun heildstæðari mynd af samfélögum en þegar rýnt er í eintómar hagtölur. Fyrirtæki mitt, Novator, er stoltur styrktaraðili ráðstefnunnar.

Félagsleg samkeppnishæfni þjóða

Margir fremstu vísinda- og fræðimanna heims á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar fyrirtækja koma saman á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu hinn 28. apríl nk. Þar fer fremstur í flokki Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla, en hann er talinn einn áhrifamesti hugsuður heims á sviði viðskipta. Fyrirtæki mitt, Novator, er stoltur styrktaraðili ráðstefnunnar og ég hlakka til að heyra framlag fræðimannanna um nýja aðferð til að meta samfélög manna.

Dauðinn endanlega staðfestur

Nú er endanlega búið að staðfesta dauða gömlu Icesave-grýlunnar. Jarðarför hennar fór næstum fram í kyrrþey, a.m.k. sé miðað við þær upphrópanir, formælingar og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.