Samfélagsmál : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Hverjum skal reyna að bjarga (eða ekki)?

Símtal
þáverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008 verður að
teljast um margt áhugavert.  Ég hef frá hruni velt því fyrir mér hvers
vegna reynt var að bjarga Kaupþingi en Landsbankanum fórnað. Með því er ég ekki
að segja að tilraun til að koma Landsbankanum gegnum hrunið á alþjóðlegum
fjármálamarkaði hefði endilega borið árangur.  Eftiráspeki lík og sú, sem
beitt hefur verið í hrunmálum, er að sjálfsögðu meingölluð eins og allir vita. Mér er hins vegar fyrirmunað að skilja
hvað réð kasti. Ástæðan er sú að ég veit fyrir víst að Landsbankinn var með
miklu traustari veð fyrir mun lægri lánsupphæð.  Fjárhæð sem hefði a.m.k.
dugað til að koma Icesave í skjól, sem var jú eitt mesta áhyggjuefni
stjórmálamanna á þessum tímapunkti (sérfræðingar sem störfuðu með mér höfðu
reyndar ítrekað bent þeim aðilum á að engin ríkisábyrgð væri á Tryggingasjóði
innistæðueigenda, en það er önnur saga). Auk þess veit ég að fjárhagsstaða
Landsbankans var síst verri en Kaupþings, og líklega mun betri.