Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Ég óska lesendum www.btb.is gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakka ykkur öllum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Árið 2012 var viðburðaríkt. Ég náði miklum áfanga í skuldauppgjöri mínu við alla lánardrottna sl vor, þegar bandaríska lyfjafyrirtækið Watson keypti Actavis. Enn er nokkuð í að því uppgjöri ljúki, en ég er sannfærður um að ég sjái til lands innan tíðar. Það er mikilvægt að horfa bjartsýnn til framtíðar. Mark Twain komst skemmtilega að orði þegar hann sagði: „Við ættum að einbeita okkur að framtíðinni, það er þar sem við verðum það sem eftir er ævinnar!“