Polaris kaupir Indian Motorcycles
Novator hefur selt eignarhluta sinn í bandaríska fyrirtækinu Indian Motorcycles. Kaupandinn er Polaris en samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Fyrirtækið greindi frá kaupunum síðdegis í gær, en í dag skýrir það nánar frá viðskiptunum og afkomunni á fyrsta ársfjórðungi.
Polaris er að líkindum þekktast á Íslandi fyrir vélsleða sína, en fyrirtækið framleiðir að auki golfbíla, fjórhjól af ýmsum gerðum og Victory mótorhjól. Indian mótorhjólin bætast nú í vöruframboð Polaris. Fyrirtækið greindi frá kaupunum síðdegis í gær, en í dag skýrir það nánar frá viðskiptunum og afkomunni á fyrsta ársfjórðungi.
Þegar ég lauk samningum um heildaruppgjör við erlenda og innlenda lánardrottna í júlí á síðasta ári kom fram að allar eigur mínar og Novators lægju til grundvallar uppgjörinu. Arðurinn af eignarhlutum í fyrirtækjum og verðmæti, kæmi til sölu þeirra, myndi ganga til uppgjörs skuldanna, auk ýmissa persónulegra eigna minna. Áætlun um uppgjör skulda hefur gengið eftir. Salan á Indian Motorcycles er ein varðan á þeirri leið og rennur andvirði sölunnar til lánadrottna.