Ósáttur við Thors Saga
Ég get vel skilið að frændi minn, Guðmundur Andri Thorsson sé ósáttur við myndina Thors Saga. Myndin er fjarri því að vera eins og ég hélt að hún yrði. Ég stóð í þeirri trú að áherslan yrði fyrst og fremst á langafa okkar, Thor Jensen. Hins vegar fékk ég engu ráðið um útkomuna, fremur en aðrir sem samþykktu að koma fram í myndinni.
Eftir að ég varð þess áskynja að myndin hefði vikið svo mjög frá því sem mér var upphaflega sagt neitaði ég að vera viðstaddur frumsýningu hennar í Kaupmannahöfn í september. Ég ætlaði mér aldrei að vera í aðalhlutverki í myndinni og er ósáttur við hvernig það myndefni, sem fjölskylda mín lét í té, var notað úr öllu hófi.